4.5.2011 | 18:08
Myndin of óhugnanleg
Ástæða þess að Bandaríkjaforseti vill ekki birta mynd sem tekin var af líki "bin Laden" er sögð vera sú að andlitið sé svo illa leikið eftir drápið á honum.
Þetta þefur þó valdið óánægju í Bandaríkjunum, jafnvel í öldungadeildinni, og þykir skyggja á gleði þjóðarinnar yfir því að óvinur hennar nr. 1 skuli nú vera allur.
Þetta kemur sér einnig illa fyrir forsetann því, vegna þess að ekki er hægt að sýna helstu sönnun þess að Osama sé dauður, þá hækka þær raddir sem draga það í efa.
Sigurgleðin hefur því dvínað nokkuð og tortyggnin náð að festa rætur:
"Er þetta ekki bara eitt stórt sjónarspil"? "Hvar eru sönnunargögnin"? "Er kallinn virkilega dauður". "Var það örugglega hann sem var drepinn þarna í Pakistan"?
Birta ekki myndir af bin Laden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það munu alltaf verið vafa raddir.... Þeir hefðu ekkert breytt hugum vafaranna með birtingu þessara mynda(sem ég er sáttur með því það hefði ekki hjálpa ímynd landsins að sína hræið).
Mundu Torfi, það eru en vafaraddir um það hvort við höfum farið til tunglsins.... Nothing will satisfy them..
CrazyGuy (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:37
Ég er ekki alveg að rúa þessu bulli hérna. Ljótar myndir er nú e h sem fólk hefur séð áður! Hvað er málið hér? Er hann ekki dauður? Hvar er sönnun fyrir því? Og hvað er þetta með að hann hafi skotið á hermennina en svo ekki verið vopnaður? Og bara konuna fyrir sig en svo ekki?? Vita menn ekki hvað gerðist þarna? Eða hver var drepin??
óli (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 23:32
Hvaða villimennska er það að vilja sjá mynd af dauðum manni ? Ógeðfellt með meiru.
Jónas (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.