12.5.2011 | 14:15
Ragnar er skömm fyrir Háskólann
Þessi maður, Ragnar Árnason, er skömm fyrir Háskólann og samvinnu skólans við atvinnulífið. Maðurinn er eins fjarri því og hugsast getur að standa undir nafni sem frjáls og óháður fræðimaður í hlutlægum og faglegum háskóla.
Hann er á mála hjá LÍÚ og Viðskiptaráði og tjáir sig einungis sem málpípu þessara aðila.
Fyrir Hrun gagnrýndi hann aldrei nýfrjálshyggjustefnu stjórnvalda, ekki einu sinni þá arfavitlausu stefnu að lækka skatta á miklu þennsluskeiði.
En nú, þegar reynt er að andæfa gegn nýfrjálshyggjunni og halda upp velferðarsamfélagi með hækkun skatta, rekur maðurinn upp ramakvein og fer loksins að vitna í almennt viðurkenndar hagfræðistefnur!
Meinið er hins vegar það, að það er ekki aðeins þessi maður sem er vanhæfur í sínu starf. Stefna háskólans sem samstarfsaðili atvinnulífsins sýnir einnig vanhæfni skólans til að vinna sem fagleg, sjálfstæð og hlutlæg stofnun.
Það er löngu kominn tími á endurbætur á Háskólanum og að hreinsað verði til í yfirstjórn hans.
Þessi maður ætti að vera fyrstur til að taka poka sinn - og rektorinn svo í kjölfarið.
Dýrkeypt efnahagsstefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 71
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 320
- Frá upphafi: 459241
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 290
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 62
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
getur þú bent mér á einhvert land eða ríki i kringum okkur sem hefur brugðist svona við kreppu og utkoman verið jákvæð ? ég man eftir fréttum frá noregi, bandaríkjunum og kanada þar sem talað er um skatta lækkanir til að örfa hagkerfið eftir efnahagshrunið. og það eru ansi sterk rök fyrir að þessi hagfræðingur hafi rétt fyrir sér.
GunniS, 13.5.2011 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.