Greinilega reynt að drepa hann

Umræðan hér á moggablogginu og víðar hefur verið þannig, bæði hvað Gaddafi varðar og ekki síður bin Laden, að réttlætanlegt sé að drepa þá með köldu blóði - það að taka lögin í eigin hendur.

Þó svo að NATÓ neiti að loftárásir þeirra beinist að því að drepa Libýuleiðtogann þá er ljóst af öllum fréttum að það hefur verið margreynt.

Fróðlegt væri að athuga hvort öll þessi umræða um réttlætanleg morð, á bin Laden og Gaddafi, hafi ekki leitt til aukinnar morðtíðni á Vesturlöndum undanfarna daga og vikur, og einnig hér á landi.

Veikar sálir geta að minnsta kosti upplifað það sem svo, að slíkt sé réttlætanlegt ef eitthvað er gert á hlut þeirra, eitthvað sem þeim finnst mjög alvarlegt.

Það er allavega mikill ábyrgðarhluti af hálfu opinberra aðila að fara með drápum á hendur pólitískum andstæðingum í öðrum löndum.

Ofbeldi leiðir einungis til meira ofbeldis - og getur haft keðjuverkandi áhrif ... á ólíklegustu stöðum.


mbl.is Gaddafi sár og flúinn frá Trípólí?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 458205

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband