18.5.2011 | 20:57
Leið til að niðurlægja hann
Ég tel þessa meðferð á Strauss-Kahn greinilega aðferð til að niðurlægja hann sem mest. Hann er jú Frakki og það mjög áhrifamikill - og Kaninn hefur ekki sett sig úr lagi við að niðurlægja Frakka ef það gefst kostur.
Það er ekki aðeins stærð klefans og búnaður fangans sem bendir í þá átt, heldur líka þessi fullyrðing um að hans sé sérstaklega gætt sem fanga í sjálfsvígshættu.
Ég man ekki eftir því að þannig sé komið fram við fanga nema einn einasta, þ.e. Brad Manning, fangann sem kom upp um stríðsglæpi ameríkananna í Írak.
Sú meðferð er greinilegt mannréttindabrot þó svo að vestræn mannréttindasamtök eins og Amnesty International þegja þunnu hljóði - og ég fæ ekki betur séð en að meðferðin á Strauss-Kahn sé það einnig.
En kannski eru mannréttindi einskis virði í þessu fyrirmyndarlandi sem við eigum öll að líta upp til og dást að - og þá allra síst mannréttindi fanga, hvort sem þeir eru grunaðir um afbrot eða sitja inni vegna dóms.
![]() |
Strauss-Kahn í 13 fermetra klefa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 70
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 190
- Frá upphafi: 464523
Annað
- Innlit í dag: 67
- Innlit sl. viku: 170
- Gestir í dag: 66
- IP-tölur í dag: 65
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þessi orðræða í kringum Strauss-Kahn með ólíkindum. Þó svo að hann sé "mikilvæg persóna" þýðir það að hann eigi að fá einhverja sérmeðhöndlun? Hann er í nákvæmlega sömu stöðu og þúsundir aðrir sem hafa þurft að dvelja á Rikerseyju.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 22:51
DSK niðurlægði sig sjálfur og hefur gert það alla tíð.
Reyndar fær hann sérmeðferð.
Venjulegur hvítflippi er settur meðal annarra fanga og getur átt von á nauðgun í næstu sturtuferð og inni í klefa sínum.
Og barsmíðum og hvers konar viðbjóð öðrum.
Viggó Jörgensson, 19.5.2011 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.