Arnór góður!

Arnór Atlason lék nær allan leikinn í stöðu leikstjórnanda í sigurleik AGK í úrlsitaleiknum um danska meistaratitilinn í handbolta.
Hann stóð einnig vaktina í vörninni nær allan leikinn eða eftir að Boldsen meiddist og þurfti að fara út af.

Snorri Steinn leysti Arnór af í sóknarleiknum síðustu fjórar mínúturnar í fyrri hálfleiknum en spilaði með Arnóri í sókninni síðustu fimm mínútur leiksins (auk þess sem hann fékk einnig að spreyta sig þá í vörninni!).

Íslenskir áhorfendur fengu loksins að sjá það í beinni útsendinu að Arnór, en ekki Snorri, er leikstjórnandi danska liðsins - og að Snorri situr meira og minna á bekknum hjá AGK.

Þessu er öðruvísi varið hjá íslenska landsliðinu. Þar spilar Snorri sem aðal leikstjórnandi en Arnór er varamaður hans.
Þetta breytist ekki þó sóknarleikurinn gangi ekki upp og ekkert komi út úr leik Snorra.
Hvernig ætli standi á þessum mun?


mbl.is Arnór og Snorri danskir meistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er einfalt svar. Guðmundur þjálfari landsliðsins. hann virðist halda með sumum leikmönnum og því fá þeir að spila og spila. sást best á HM þegar byrjaði að fjara undan þá hélt hann tryggð við þá sem hann hélt uppá í stað þess að skipta grimmilega inná varamönnum og refsa fyrir lélega frammistöðu. það er svosem ekkert hægt að segja við þessu en að sama skapi þá gera varamenn lítið á c.a. 5 mínútum eins og gerðist ítrekað á mótinu. Arnór var lélegasti maður íslands í keppninni að mínu mati og það er vel að hann virðist vera að gera vel með sínu félagsliði en hann þarf að sanna sig fyrir mér með landsliðinu. kannski hann ætti að fá séns á miðjunni í landsliðinu, en þá aftur á móti hver á þá að vera 1sti kostur í vinstri skyttu?

Þórarinn (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 17:06

2 identicon

Er ekki Aron Pálmarson fínn þar?

Svo geta þeir skipst á rétt eins og Hansen og Arnór gera hjá AGK.

Þar eru skiptingar þriggja útispilaranna mjög algengar en ekki hjá íslenska landsliðinu.

torfi stefánsson (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband