Langvinnt gos

Heimildir greina frá því að gos í Grímsvötnum geta staðið yfir í mörg ár - og valdið miklu flóðum niður Skeiðarársand - auk öskufalls um allt land.

Í Danmerkurlýsingu P. H. Resen segir t.d.:
"Árið 1684 hófst eldgos í Grímsvatnajökli, sem annars er þakinn eilífum snjó og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðsvegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgosinu fór gífurlegt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá."

Og í Norðanfara 1876, er þetta skrifað (ári eftir gosið mikla í Dyngjufjöllum):
"Vatnajökull, þessi mikli jökulfjallaklasi, hafði gosið eldi samfleitt 9 til 11 ár á undan umbrotunum í fyrra norðan við hann."

Svo það er greinilega varasamt að tala um að gosið sé í rénum eða eitthvað í þá áttina, eins og sagt var þegar á fyrsta degi gossins. Slíkt skapar aðeins falsvonir hjá fólki og getur seinkað utaðkomandi hjálp handa íbúunum á svæðinu.


mbl.is Engin breyting á gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband