Ekki "geðþóttaákvörðun"?

Nokkur umræða hefur verið um þá ákvörðun flugyfirvalda að loka Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn. Hefur það þótt hæpin ákvörðun og ekki byggð á neinum ábyggilegum mæligögnum. Þessi gagnrýni hefur eflaust haft þau áhrif að nú eru flugvellir hér á landi opnaðir, þó svo að mælingar liggi nú fyrir að ástandið, í gær t.d., hafi verið mun verra en á sunnudaginn.

Það hefur hins vegar verið furðu hljótt um þá ákvörðun almannavarna og lögreglu að loka þjóðveginum á mjög löngum kafla eða frá Mýrdalnum og austur í Skaftafell. Sumstaðar hefur verið ágætis skyggni, svo sem austurfrá fyrstu tvo dagana og því mjög hæpið aðloka veginum á svona stóru svæði.
Í viðtölum við lögregluna kemur fram viss óánægja ferðamanna með þessa ráðstöfun og reyna yfirvöld að verja hana af veikum mætti.

Enn er haldið fast við hina ströngu línu, nokkuð sem minnir á viðbrögðin fyrstu daganna í Eyjafjallagosinu þar sem fólk á mjög stóru svæði var miskunnarlaust rifið upp úr rúmunum, að ástæðulausu eins og síðar kom í ljós.
Sama valdbeiting virðist vera á ferð hér, þ.e. þörf ráðamanna til að sýna mátt sinn og megin.

Mér sýnist full þörf á því að yfirstjórn almannavarna fari að ráða sálfræðing sér til aðstoðar til að ráða bót á þessari áköfu fíkn sinni í að sýna vald sitt og ráðskast með fólk.


mbl.is Vegurinn enn lokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband