27.5.2011 | 11:20
Læra þessir herrar aldrei neitt?
Það er að verða sífellt ljósara að hin efnahagslegu stórveldi nútímans vilja ólm feta í fótspor gömlu nýlenduþjóðanna með því að ráðskast með innanríkismál annarra þjóða.
Allir, sem vilja, vita það að í Libýu er í gangi vopnuð uppreisn gegn stjórnvöldum - og að stjórnvöld þar í landi er í fullum rétti til að kveða þá uppreisn niður, rétt eins og leyfilegt er í öðrum löndum.
Aðgerðir NATÓ eru auðvitað bein afskipti af uppreisn innan ríksins og tekinn taumur uppreisnarmanna.
Það er ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum auk þess sem NATÓ brýtur með þessu sína eigin stofnskrársamþykkt, þ.e. að ráðast aðeins á önnur lönd ef ráðist er að fyrra bragði á eitthvað land innan samtakanna.
Það heyrast þó mjóróma raddir innan NATÓ um að þetta gangi ekki lengur.
Jónas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir t.d. að það verði að byrja samningaviðræður um framtíðarstjórn Libýu áður en Gaddafi fer frá völdum.
Hann vill þannig hætta loftárásum nú þegar en ekki þvinga fram afsögn Gaddafis áður en svo verði.
Störe vill halda fast í samþykkt Sameinuðu þjóðanna og viljayfirlýsingu NATÓ í upphafi aðgerðanna, um að hernaðarleg lausn á málinu sé ekki möguleg.
Þetta er auðvitað þvert á yfirlýsingu G8-ríkjanna - og leiðtoga Frakka, Breta og Bandaríkjamanna (í bréfi frá í apríl).
Störe bendir hins vegar á að pólitískt tómarúm í Libýu, með því að eyðileggja stjórnkefi landsins, sé ekki heppileg lausn. Dæmið frá Írak sýnir það.
Þess vegna verði hluti þeirra, sem nú fara með völdin, að fá að koma að samningarborðinu, þeir sem geta stöðvað átökin í landinu og opnað þannig fyrir lýðræðislega framvindu.
Þessar raddir verða æ algengari meira að segja hjá haukunum í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.
Ljóst er að Gaddafi hefur mjög mikinn stuðning íbúa landsins - og stjórnarherinn stendur enn með honum.
Hernaðurinn gegn honunm, sem átti að taka stuttan tíma, hefur ekki náð tilgangi sínum - og harðnandi árásir síðustu daga (og klárar tilraunir til að drepa Gaddafi) sýna fyrst og fremst að stjórnendur aðgerðanna eru að verða desperat.
Stefnubreytinga er þörf og krafan, um að Gaddafi verði að fara frá áður en loftárásum er hætt, nýtur nú æ minni stuðnings.
Auk þess er verið að reyna að fá leiðtoga uppreisnarmanna til að taka upp viðræður við hófsamari öfl innan stjórnarinnar.
G8 ríki segja Gaddafi að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 218
- Frá upphafi: 459945
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 194
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.