"villikettir"?

Ekki veit ég nú af hverju Mogginn velur að reyna að skapa ágreining á milli Jóns Bjarnasonar og Jóhönnu Sigurðardóttir.
Ágreiningurinn er greinilega innan Samfylkingarinnar þar sem loksins er að koma í ljós hversu erfitt er að smala saman þeim köttum sem þar eru.

eyjan.is greindi í gær frá ummælum Samfylkingarþingmannanna í Norð-austurkjördæmi, þeirra Kristjáns Möller og Sigmundar Ernis, á fundi fyrir austan um að þeir muni aldrei styðja kvótafrumvarpið.
Sigmundur Ernir gengur meira að segja svo langt að hann hafnar alfarið byggðakvóta og dylur það ekki að hann gangi erinda útvegsmanna (enda var formaður LÍÚ á fundinum með þeim):
"Ég vil að sjávarútvegurinn á Íslandi verði eins langt frá íslenska landbúnaðarkerfinu og hugsast getur. Sjávarútvegurinn á áfram að vera rekinn á viðskiptalegum forsendum. Ég hafna algjörlega, frá 0 og upp í 100, pólitískum afskiptum af þessari grein.“

Þessi ummmæli, og fyrirvarar Möllers, hafa verið túlkuð þannig að lesendum Eyjunnar að þingmennirnir séu í vasanum hjá Þorsteini Baldvinssyni forstjóra Samherja á Akureyri.
Vinsælustu ummælin eru þessi: "Nú hefur Þorsteinn Már gripið um hreðjar Kristjáns Möller,svo hann skrækir það sem LÍÚ dólgarnir vilja heyra.
Sigmundur Ernir er síðan ekkert annað en fáránlegur trúður."

Já, yfirlýsingar tvímenninganna falla ekkert sérstaklega vel í kramið á þeim bænum!

Þá var Möllerinn svo óheppinn, á sama fundi, að tala um að enn væru villikettir á stjórnarheimilinu.
Hann fékk þau ummæli framan í sig á Eyjunni, eins og búmmerang:
"Villikettirnir í stjórnarráðinu í dag er hann sjálfur, m.v. fréttir dagsins um kvótamálið."

Já, það er greinilegt að Jóhanna Sigurðardóttir mun eiga í miklum erfiðleikum næstu vikurnar að smala saman villiköttum í eigin fylkingu.


mbl.is Ágreiningur um kvóta vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flottur, og kvótann heim.

gisli (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 07:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"villikettir" er allof virðulegt nafn yfir þessa dúdda, höfuðlaus hænsn kallaði einhver þá, og það er miklu nær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2011 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband