Auka skal flokksagann!

Fréttin á visir.is um sama mál er nú mun betur unnin en þessi frétt hér.

Þar segir m.a. að tillögurnar gangi m.a. út á "að sett verði á laggirnar svokölluð siða- og sáttanefnd innan flokksins, sem eigi að hafa það hlutverk að fylgjast með því hvort flokksmenn, kjörnir fulltrúar og forystumenn víki frá stefnu flokksins með gjörðum sínum".
Sjá http://visir.is/samfylkingin-sidar-fulltrua-sina/article/2011705289897

Vegna frétta af andstöðu tveggja Samfylkingarþingmanna, Kristjáns Möllers og Sigmundar Ernis, við kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður fróðlegt að sjá hvort tillögur um slíka siðanefnd verði samþykktar, en lagt er til að hún smíði siðareglur fyrir kjörna fulltrúa flokksins, þar sem m.a. verði kveðið "á um skuldbindingu við grunngildi og samþykkta stefnu flokksins."

Ljóst þykir að yfirlýsingar þingmannanna ganga þvert á yfirlýsta stefnu Samfylkingarinnar í kvótamálum sjávarútvegsins, svo þeir mega eiga von á að fá á baukinn.


mbl.is Flokkstjórnarfundur í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 225
  • Frá upphafi: 459952

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband