30.5.2011 | 13:10
Ógnarstjórn?
Ég leyfi mér hér með að ræna þræði frá einum bloggaranum hér þar sem fjallað er um ástandið í Libýu.
http://www.webofdebt.com/articles/libya.php
Þar kemur m.a. fram að stjórnvöldum í Libýu hefur verið hrósað af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum eins og mannréttindasamtökunum Human Rights fyrir að hafa stórlega bætt menntun í landinu - og menntunarmöguleika fólks, fyrir að leggja áherslu á mannréttindi, m.a. gagnvart þeim sem nú eru að reyna að fella stjórnina osfrv.
Hópur rússneskra lækna, sem voru í Líbýu hafa sent beiðni til rússneskra yfirvalda um að reyna að stöðva árásir NATÓ á landið. Þar kemur fram að læknisþjónusta í landinu sé ókeypis og sjúkrahúsin séu þau best útbúnu í heiminum! Þetta minnir óneitanlega á stöðu þessara mála í Írak áður en hinar staðföstu þjóðir réðust inn í landið.
Mennun er einnig ókeypis í Libýu og ungt fólk getur menntað sig erlendis á kostnað ríkisins.
Við giftingu fær ungt fólk 50.000 bandarískra dollara í styrk frá stjórnvöldum. Lán eru án vaxta og endurgreiðslur án lokafrests.
Verð á bílum er miklu lægra en í Evrópu og hafa allar fjölskyldur efni á einni slíkri. Brauð og bensín er á gjafvirði og bændur greiða engan skatt.
Þjóðin er friðsöm og kyrrlát, drykkjuskapur mjög lítill og fólk almennt mjög trúhneigt.
Hér er því greinilega engin ástæða til uppreisnar. Af hverju var þá gerð uppreisn? Vegna olíunnar? Varla þar sem Libýa framleiðir aðeins 2% af allri olíu í heiminum.
Skýringuna er eflaust miklu frekar að leita í yfirlýsingu Bandaríkjamanna eftir 11. september um að koma stjórnvöldum í sjö löndum frá (innan fimm ára). Þetta eru Írak og Sómalía, þar sem þetta hefur þegar heppnast, og svo Libýa, Líbanon (heppnast að hluta), Sýrland, Íran og Norður Kórea (sem enn hanga á horriminni).
Ástæðan er sem sé pólitísk og liggur beint við að fullyrða að uppreisnin í Libýu hafi verið gerð að undirlagi Bandaríkjamanna (CIA).
Einnig er bent á að þótt olían sé ekki mikil þá munu vestrænir fjárfestar fá að koma inn á líbýska olíumarkaðinn eftir að búið er að steyoa Gaddafi og stjórn hans af stóli.
Því hafi líbýsku uppreisnarmennirnir stofnað eigin seðlabanka (Central Bank) þegar í upphafi uppreisnarinnar.
Það er auðvitað einsdæmi í slíkri "lýðræðilegri" byltingu - og sýnir að hún hefur verið skipulögð með góðum fyrirvara - og dyggri aðstoð utanlands frá.
Gaddafi riðar til falls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 7
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 157
- Frá upphafi: 459966
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 146
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.