Af hverju að ljúga?

Af hverju ætli Ragnar Sigurðsson hafi logið því að fjölmiðlum í gær að hann myndi ekki skrifa undir samning við FCK í dag - og að hann hefði ekkert heyrt frá klúbbnum?
Er þetta mórallinn sem nú ríkir í fótboltaheiminum?

Annars má búast við að Ragnar verði í byrjunarliði FCK næsta vetur og spili þannig í meistaradeildinni. Líkur eru á að þrír af fjórum fastamönnum í vörn liðsins skipti um klúbb í sumar, þar af muni tveir þeirra fylgja fyrrum þjálfara, Norðmanninum Stolbakken, til Kölnar.

Reyndar gæti Ragnar þurft að berjast við Sölva Geir um að vera annað miðvarðarparið því hinn stórefnilegi landsliðsmaður þeirra Dana (sem einnig er í undir 21 árs liðinu), Mathias ’Zanka’ Jørgensen, er ekkert á förum frá félaginu.

Líklegt má þó telja að Ragnar verði fastamaður í liðinu því hinn nýi þjálfari FCK, Svíinn Roland Nilsson, hefur lengi fylgst með Ragnari enda þjálfaði hann lengi GAIS-liðið í Gautaborg, einnig eftir að Ragnar kom til borgarinnar.


mbl.is Ragnar samdi til fjögurra ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 462968

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband