30.5.2011 | 19:54
Endurvakin nýlendustefna
Eins og kemur fram í þessari frétt þá er forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, nú í Líbýu til að reyna að koma á friðarviðræðum á milli stríðandi fylkinga í landinu.
Zuma fullyrðir að árásir NATÓ á Libýu séu ekkert annað en endurvakin nýlendustefna Evrópuþjóða gagnvart Afríku.
Hann bendir á að Afríkusambandið hafi hvað eftir annað farið fram á að NATÓ hætti loftárásum sínum, nú síðast í síðustu viku, til að hægt sé að koma á friðarviðræðum. Það að hunsa vilja sambandsins er það sama og gera það ómyndugt í sinni eigin heimsálfu.
Flokkur Zuma, ANC, stjórnarflokkurinn í Suður Afríku, sem er öflugasta landið í Afríkusambandinu, gengur meira að segja svo langt að fordæma loftárásir Nató á Libýu.
Við Evrópubúar, og meðlimir í NATÓ, hljótum að spyrja okkur hvað við erum að gera þarna í Afríku - og hvaða rétt við höfum til að blanda okkur í innanríkismál í þessari heimsálfu.
Eðli NATÓ hefur greinilega breyst, frá því að vera "varnarbandalag" þjóða í Evrópu (USA og Kanada) gegn meintri ógn frá kommúnistaríkjunum í austri í það að vera útþennslusamtök í öðrum heimsálfum.
Er vinstri stjórnin hér á landi vikilega sátt við þessa þróun? Ég vil benda á að Ísland hefur atkvæðisrétt, neitunarvald, í þessum samtökum. Af hverju notar hún það ekki?
Fimm líbískir herforingjar sögðu af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.