31.5.2011 | 08:23
Fáránlegt stríð!
Eins og kemur fram í þessari frétt þá er forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, nú í Líbýu til að reyna að koma á friðarviðræðum á milli stríðandi fylkinga í landinu.
Zuma fullyrðir að árásir NATÓ á Libýu séu ekkert annað en endurvakin nýlendustefna Evrópuþjóða gagnvart Afríku.
Hann bendir á að Afríkusambandið hafi hvað eftir annað farið fram á að NATÓ hætti loftárásum sínum, nú síðast í síðustu viku, til að hægt sé að koma á friðarviðræðum. Það að hunsa vilja sambandsins er það sama og gera það ómyndugt í sinni eigin heimsálfu.
Flokkur Zuma, ANC, stjórnarflokkurinn í Suður Afríku, sem er öflugasta landið í Afríkusambandinu, gengur meira að segja svo langt að fordæma loftárásir Nató á Libýu.
Við Evrópubúar, og meðlimir í NATÓ, hljótum að spyrja okkur hvað við erum að gera þarna í Afríku - og hvaða rétt við höfum til að blanda okkur í innanríkismál í þessari heimsálfu.
Eðli NATÓ hefur greinilega breyst, frá því að vera "varnarbandalag" þjóða í Evrópu (USA og Kanada) gegn meintri ógn frá kommúnistaríkjunum í austri í það að vera útþennslusamtök í öðrum heimsálfum.
Er ekki komin tími til að íslenska ríkisstjórnin rísi upp á alþjóðlegum vettvangi, mótmæli þessum stríðsrekstri NATÓ og krefjist tafarlauss vopnahlés?
Það er ekki líðandi lengur að vera hluta af þessu glæpsamlegu athæfi NATÓ, sem meira að segja hefur ítrekað reynt að drepa þjóðhöfðingja landsins.
Viljum við vera samsek þessu morð-batteríi?
Zuma hitti Gaddafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.