3.6.2011 | 13:11
Bandaríkjastjórn íhugar "aukinn þrýsting"!
Þetta er auðvitað hinn mesti brandari, þar sem vitað er að Bandaríkjamenn styðja stjórnvöld í landinu, enda þægir leppar bandarískra hagsmuna á svæðinu.
Framferði stjórnvalda gagnvart mótmælendum er miklu grófara en framferði líbýskra stjórnvalda var nokkru sinni.
Sem dæmi má nefna að hersveitir stjórnvalda heltu bensíni og kveiktu í tjaldi mótmælenda á torgi í miðbæ borgarinnar Taiz - og drápu þannig 20 þeirra - og eltu svo vopnlausa mótmælendur um stræti borgarinnar og létu kúlnahríðinadynja á þeim.
Auk þess gerði flugherinn loftárás á andófsmenn í borginni Zinjibar.
Ekkert heyrist samt frá sjálfskipaðri lögreglu í þessum heimshluta, NATÓ, enda uppteknir við að koma "einræðisherranum" Gaddafi frá völdum í Libýu.
Menn furða sig þó á þessu manngreinaráliti því Saleh, forseti Jemens, hefur ekki færri ofbeldisverk gagnvart óbreyttum borgurum á samviskunni en Gaddafi.
Skotið á ráðamenn í Jemen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.