3.6.2011 | 15:00
Óhefðbundinn ritdómur!
Það er auðvitað nokkuð merkilegt að lesa þennan ritdóm og fleira sem Harpa Hreinsdóttur lætur fara frá sér um Sögu Akraness. Reiðilestur hennar er slíkur að maður spyr sig hvort troðið hafi verið á tær hennar við vinnslu þessa verks.
Rétt er auðvitað að kostnaður við verkið er óheyrilegur en þó er tæpast leyfilegt að láta réttláta reiði sína bitna á innihaldinu, þ.e. ef ritdómarinn vill láta taka sig alvarlega.
Harpa gagnrýnir m.a. það að láta mann sem ekki er sagnfræðingur skrifa verkið. Það finnst mér skrítin gagnrýni, og kannski komin frá bróður hennar Einari Hreinssyni, sem telur sagnfræðinga vera þá einu sem megi skrifa um sögulegt efni.
Fagleg vinnubrögð, svo sem meðferð á heimildum, er kennd í flestum háskólagreinum og saga viðkomandi fags yfirleitt kennd - auk hugmyndasögu og fleiru þess eðlis. Þannig kenna nær allar greinar undirstöðuatriði við rannsóknir á sögulegu efni og eiga því að vera fullfær til slíkrar vinnu.
Auk þess er vert að taka fram að Harpa er sjálf ekki sagnfræðilega menntuð og ætti því, samkvæmt eigin kenningu, ekki að hafa vit á sagnfræðilegum vinnubrögðum - og því að þegja um slíka vinnu...
Þá eru fullyrðingar hennar um stuld á efni eins og ljósmyndum (og fleiru) frekar hvimleiðar - og spurning hvort þær séu siðferðilega réttlætanlegar í ritdómi.
Að lokum finnst mér merkilegt að sjá hvernig fjölmiðlar hlaupa upp til handa og fóta við þessi skrif Hörpu um Sögu Akraness. Liggur einhver pólitík að baka eða er hér einungis um þörf þeirra fyrir að segja frá hneykslismálum í gúrkutíðinni?
Mér hefði fundist faglegra að bíða eftir ritrýndri gagnrýni í einhverju fagtímaritanna, svo sem í Tímaritinu Sögu, en að hlaupa eftir þessum vanstillta "ritdómi".
Niðurstaðan tært bull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 227
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 200
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi skrif Hörpu eru ekki ritdómur heldur frekar umsögn. Vissulega mjög harðorð umsögn.
Þar sem verkið kostaði mikið er ljóst að við Akurnesingar viljum fá eitthvað fyrir peninginn, það erum jú við sem borgum brúsann. Að vísu verður verkið til sölu á hálfvirði en ljóst er að jafnvel sú upphæð er það há að lítið mun seljast og því meiri hluti verksins borgaður úr sameiginlegum sjóðum okkar.
Ekki hef ég haft möguleika á að skoða þetta verk og það deginum ljósara að ekki muni ég kaupa það. Því get ég ekki dæmt um hvort þessi harða umsögn Hörpu eigi við rök að styðjast, en jafnvel þó ekki væri nema brot af því sem hún segir satt, er ljóst að Akkurnesingar hafa keypt köttinn í sekknum.
Það er aðdáunarvert ef einhver nennir að lesa þennan bálk og þorir að koma með gegnrýni á hann. Umræðan um þetta verk og hvernig staðið hafur verið að því, hefur verið hálfgert tabú. Þeir sem leifðu sér að efast í upphafi og ekki síður þegar ljóst var að kostnaðurinn yrði margfaldur miðað við áætlun, voru oftar en ekki sagðir niðurrifsmenn eða þaðan af verra. Svo virðist enn vera!
Gunnar Heiðarsson, 3.6.2011 kl. 15:43
Ég er ekki Akurnesingur og hef ekki lesið þessi tvö bindi, en ef ég væri frá Akranesi, þá væri ég orðinn alveg stjörnuvitlaus yfir því að bæjarstjórnin hefur sóað hundrað milljónum í eitthvað, sem er kannski 5 milljóna króna virði. Sem verkfræðingur veit ég nákvæmlega hvernig ekki eigi að framkvæma verkefni, og hvaða greiðslur eru réttlætanlegar og hverjar ekki. Sökin liggur hjá bæjarstjórn, sem gerði gallaðan samning við Gunnlaug, samning sem hvorki innihélt hámarksgreiðslu fyrir verkið né hámarkstíma. Sökin liggur einnig hjá Gunnlaugi, sem hefur gert þetta verk að lifibrauði og sent reikninga fyrir vinnutíma sem hafa verið notaðir í allt annað. Tilraun bæjarstjórans til að hvítþvo þetta klúður í sjónvarpsfréttunum var átakanlegt.
Þar eð ekki er um frumkvöðlaverk er að ræða, þ.e. flestar heimildir höfðu þegar verið skráðar), þá á aðeins að greiða fyrir eftirfarandi útgjaldsliði (+ vsk.):
Fjögur ár vegna fjögurra binda er réttlætanlegt, ekki fleiri áratugir. Fjögurra ára vinna á mjög góðum launum fyrir 8 stunda vinnudag fer ekki fram úr 20 milljónum. 100 milljónir jafngilda þremur stöðugildum í framhaldsskóla í tíu ár. Ég vil hvetja Akurnesinga til að fara fram á sundurliðun á greiðslum í sambandi við þetta verkefni. Ef bæjarstjórn maldar í móinn, þá á að kæra hana fyrir misferli á fé skattgreiðenda.
Che, 3.6.2011 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.