4.6.2011 | 12:47
Hvað með gegnsæið?
Ég man ekki betur en að krafan í kjölfar Hrunsins hafi verið aukið gegnsæi í stjórnkerfinu - og sé ekki betur en að vefur Landsdóms sé til þess ætlaður.
Svo er auðvitað hlálegt að heyra Ingibjörgu Sólrúnu mótmæla þessu og rísa upp til varnar Geirs Haarde (minnug kossinum kæra við Valhöll).
Hún slapp jú naumlega við það að vera í sömu sporum og Geir - þökk sé skjaldborg Samfylkingarþingmanna um hana.
Því er hún á engan hátt marktæk - og furðulegt að vera að vitna í einhverja fýlupoka-fjésbókarfærslu hennar.
Saksóknari tapað áttum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 102
- Sl. sólarhring: 118
- Sl. viku: 351
- Frá upphafi: 459272
Annað
- Innlit í dag: 84
- Innlit sl. viku: 311
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gegnsæið er í dómsmeðferðinni. Þar ber saksóknara að leggja fram þau gögn sem hann hefur yfir að ráða kæru sinni til stuðnings og þar er lagt mat á réttmæti viðkomandi gagna. Í kjölfarið leggur síðan ákærði fram sín gögn og gagnrök við rökum saksóknara. Í framhaldi þess fá báðir aðilar tækifæri til að tjá sig aftur, saksóknari um svör ákværða og ákærði um rök saksóknara við hans svörum. Að lokum leggja síðan dómarar mat á það sem fram hefur komið og birta síðan sitt álit/dóm á málinu.
Í þessu er fólgið það gagnsæi að einn (eða fleiri aðilar) aðili sé ekki tekinn af lífi með einlitum málsflutningi. Að birta einlit skjöl á vefsíðu sem kostuð er af almenningi er því ekkert annað en pólitískt einelti og ætlað þann tilgang einan að koma höggi á ákærða hvernig svo sem niðurstaða Landsdóms verður.
Eða finnst þér að Sigríður Friðjónsdóttir eigi að taka það upp þegar hún tekur við stöðu ríkissaksóknara að útbúa sér vefsíðu vegna allra mála sem embættið er að reka þar sem hún birtir öll gögn sem snúa að hverju og einu máli?? Ef hún er sjálfri sér samkvæm þá ætti hún að gera það. Nei ég fullyrði að hér býr eitthvað allt annað og meira að baki og hefur varpað slíkri rýrð á þessa annars ágætu konu að hún ætti nú þegar að segja af sér embætti ríkisskattstjóra og jafnvel líka sem saksóknari Alþingis. Því þessi framkoma að fara með öll gögn málsins fyrir dómstól götunnar er eins mikil fyrirlitning á dómskerfinu og nokkur maður getur sýnt því kerfi.
Hún er allavega búin að tryggja með þessu framferði sínu að auðvelt verður fyrir Geir H. Haarde, verði hann dæmdur sekur af Landsdómi, að fá þeim dómi hnekkt fyrir alþjóðadómstólum á grundvelli þess að þessi aðgerð öll sé orðin að skrípaleik.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.