7.6.2011 | 09:42
Forysta KSÍ stendur og fellur með landsliðsþjálfaranum
Þetta er svo sem ekkert nýtt. KSÍ-forystan hefur alltaf staðið með landsliðsþjálfaranum - og týnt til alls konar afsakanir fyrir lélegum árangri landsliðsins undir stjórn Ólafs.
Það er í raun stórmerkilegt að ekki hafi komið fram framboð gegn Geir Þorsteinssyni í formannsstólinn, þar sem þetta er ágætis starf og vel launað að mér skilst. Þá hefur hann löngum haft óheppileg tengsl við Eggert Magnússon fyrrverandi formann - og alla skandalana í kringum hann, svo sem byggingu svítunnar í nýju stúkunni á Laugardalsvellinum.
Það er eins og foystan lifi nú á árangri 21 árs landsliðsins. Þar hafa þeir þó kannski tekið út forskot á sæluna því undirbúningurinn undir þátttökuna í úrslitakeppninni á EM sem byrjar nú um helgina, hefur allur verið í skötulíki. Ástæðan er auðvitað val níu leikmanna liðisins í fullorðinslandsliðið.
Það hlýtur að teljast all alvarleg truflun á undirbúningi 21-árs liðsins og er mikil hætta á að það komi niður á árangrinum í úrslitakeppninni.
Þá var frammistaða þeirra leikmanna 21 árs liðsins sem tókum þátt í leiknum gegn Dönum ekki uppörvandi. Aron Einar Gunnarsson sýndi sig vera í lélegu formi og hvorki Kolbeinn né Gylfi voru að finna sig. Þá var Jóhann Berg ekki sannfærandi þegar hann kom inn á - og Alfreð Finnboga sýndi lítið.
Nei frammistaðan lofaði ekki góðu og auðvitað spurning hversu gott þetta 21 árs lið er í raun og veru.
Að lokum má nefna það að þjóðirnar í kringum okkur er óðum að undirbúa sig undir næstu keppni 21 árs liða sem byrjar nú í haust. Norðmenn og Svíar hafa verið að leika undirbúningsleiki - og meira að segja Danir og Englendingar (þó þeir seú með í úrslitakeppninni nú).
Ekkert heyrist hins vegar af nýja íslenska 21 árs liðinu og undirbúningi þess. Samt eru fáir sem þar eiga rétt að spila með í 23 manna hópnum sem er núna að fara til Danmerkur að spila - svo ekki er hægt að nota það sem afsökun.
En kannski er með það lið eins og íslenska fullorðinslandsliðið. Það vill enginn spila við þá undirbúningsleiki?
Það eru nefnilega fjöldi vináttuleika í kvöld hjá þeim þjóðum sem ekki eru að spila í undankeppni EM í fullorðinsflokki sem einnig fer fram í kvöld, en Ísland er ekki þar á meðal.
Auðvitað allir óánægðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 459305
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 245
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.