7.6.2011 | 18:02
Uppreisnarmenn pynta almenna borgara
Mitt í öllu hátíðartalinu hjá Obama og NATÓ um nauðsyn þess að vernda almenna borgara, er ljóst að sumir borgarar í Libýu er jafnari en aðrir. Það eru auðvitað uppreisnarmennirnir meðan almenningur sem styður stjórnvöld landsins virðast vera afskiptalausir með öllu.
Nú berast fréttir í stríðum straumi um pyntingar uppreisnarmanna á almenningi þeim sem styður Gaddafi og stjórn hans. Mörg hundruð manns er haldið föngnum án réttarhalda og amk eitt líf hefur fundist illa útleikið.
Þetta fullyrða hjálparsamtökin Human Rights Watch sem hafa heimsótt þrjár borgir uppreisnarmanna. Auk þess kemur fram í skýrslu samtakanna að uppreisnarmenn greina ekki á milli fangelsaðra hermanna stjórnarinnar og almennings sem haldin er föngnum.
Annað sem hefur vakið efasemdir um siðferði uppreisnarmanna - og réttmæti þess að styðja uppreisn þeirra gegn stjórnvöldum - var krafa þeirra um, að kona sem hefur ásakað hermenn Gaddafis um nauðgun, yrði sent til yfirráðasvæða þeirra frá Qatar þangað sem hún hafði flúið.
Þetta var gert og er óvíst um örlög hennar eftir það.
Þúsundir flýja Líbýu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 241
- Frá upphafi: 459309
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 211
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.