Byrjar nú ICEsave vitleysan enn og aftur ...

Nú er fallinn sá dómur ESA sem allir bjuggust við - og var í raun það sem þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-saminginn gekk út á.
Nei-liðar kusu þannig að þeim væri skítsama um þessa niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA - en já-mennirnir að þær hræddust hana.

Auðvitað er ekki ljóst hvað þetta þýðir. Hvort þessi frestur skiptir nokkru máli eða að hvaða niðurstöðu dómstóllinn muni komast.
Hins vegar er ljóst að kröfur Breta og Hollendinga verða mjög óbilgjarnar. Komnar eru til valda þar í löndum illskeyttar hægri stjórnir og eru sem slíkar ekki vanar að taka silkihönskum á þeim þjóðun sem skulda þeim eitthvað.

Ljóst er að stjórnvöld hér heima geta ekkert gert nema reynt að hraða sölu á eignum í þrotabúi Landsbankans, svo kröfurnar falli ekki af fullum þunga á ríkið.
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar gerir það að verkum að stjórnvöld hér hafa mjög lítið svigrúm til athafna....


mbl.is Þriggja mánaða Icesave-frestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Málið á auðvitað að fara fyrir dóm og þá mun koma í ljós að krafan er ólögvarin. Hættan er auðvitað sú að undirlægjan Steingrímur sendi vísvitandi duglausa lögmenn til að tala fyrir hönd Íslendinga, og sem er fyrirskipað að gera allt til að tapa málinu. Einungis til að Steingrímur og drottnarar hans í Samfylkingunni geti sagt eftirá: I told you so!

Vendetta, 10.6.2011 kl. 11:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki dómur heldur álit. ESA er ekki dómstóll heldur eftirlitsstofnun.

Álit stofnunarinnar er að greiða skuli u.þ.b. helminginn af því sem er til í þrotabúi Landsbankans. Skilanefndin mun væntanlega fara létt með það.

En ef niðurstaða EFTA-dómstólsins yrði að ríkinu beri að ábyrgjast þá greiðslu væri það merkilegt, því þá brýtur EES-samningurinn líklega í bága við stjórnarskrá.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 11:04

3 identicon

Guðmundur Ásgeirsson:

Þú meinar að íslenska stjórnarskráin brjóti í bága við EES-samninginn.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 11:10

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Nei, EES samningurinn brjóti í bága við Stjórnarskránna.

Stjórnarskráin er efsta plaggið, æðsta stigið, alpha dog,  the omega, lokaorðið ... Hún getur ekki brotið í bága við eitt né neitt meðan við erum ennþá fullvalda ríki. Lög, samningar, reglugerðir og erlendar skuldbindingar og fleira sem ég man ekki í augnablikinu,  geta brotið á Stjórnarskránni og þá verða viðkomandi hlutir að víkja,  sbr öllum þeim eignaréttsmálum sem hafa komið upp í kjölfar hrunsins þar sem Eignarétturinn er varinn í Stjórnarskránni.

Jóhannes H. Laxdal, 10.6.2011 kl. 11:26

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki hægt, því þó lögin um EES-aðildina féllu úr gildi þá myndu önnur íslensk lög halda gildi sínu þrátt fyrir það, þar með talin stjórnarskráin.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 11:28

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

"Ljóst er að stjórnvöld hér heima geta ekkert gert nema reynt að hraða sölu á eignum í þrotabúi Landsbankans, svo kröfurnar falli ekki af fullum þunga á ríkið."

Hvaða "panik" er í gangi? Íslenska ríkið mun aldrei þurfa að borga þetta. Lög og reglur ESB eru skýr að þessu leiti. Svo má benda á að ef krafa kemur þá verður hún á sjálfstæðan tryggingasjóð,  en ekki Íslenska ríkið.

Eggert Guðmundsson, 10.6.2011 kl. 11:49

7 identicon

Þið meinið að ef við myndum t.d. vilja taka upp dauðarefsingu hér heima mynd það ekki brjóta í bága við EES-samninginn?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 11:54

8 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

nei, Dauðarefsing myndi ekki brjóta í bága við EES, heldur myndi hún fyrst og fremst brjóta í bága við 69. gr Stjórnarskrárinnar.

69. grein

Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað.

Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.

Ég er ekki klár á því hvort að lög sem Alþingi setur (sbr þessari fáránlegu samlíkingu hjá þér með dauðadóm sem á reyndar ekki við ef maður hefur lesið stjórnarskránna) sem brjóta ekki á Stjórnarskránni, en brjóta á móti EES yrðu meðhöndluð.   En það er alveg ljóst að Stjórnarskráin er ofar EES og því ekki hægt að innleiða EES reglur sem brjóta á henni án þess að stjórnarskránni yrði fyrst breytt.

Jóhannes H. Laxdal, 10.6.2011 kl. 12:13

9 identicon

Jóhannes: Það er ekkert mál fyrir Alþingi og þjóðina að taka upp dauðarefsingu ef viljinn er fyrir hendi. Slíkt myndi þó brjóta í bága við EES samninginn ekki satt og þó að við höfum alltaf lokaorðið þá myndi það hafa afleiðingar í för með sér gagnvart EES samstarfinu ekki satt?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:40

10 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

eh ?..

Ekkert mál segirðu ?..  þú veist greinilega lítið um stjórnarskránna og það ferli sem þarf til að breyta henni.

Jóhannes H. Laxdal, 10.6.2011 kl. 12:44

11 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Færum okkur í eitthvað raunhæfara dæmi en dauðarefsingu, segjum að við viljum  þjóðnýta/láta póstinn falla undir hið opinbera með lögum (taka til baka einkavæðingu Íslandspósts),  en slíkt er ekki heimilt samkvæmt EES/ESB (sbr Svíþjóð eða Noregi, man ekki hvaða land það var sem pósturinn er ríkis apparat og þeir vilja ekki einkavæða það,  var í fréttunum fyrir nokkrum vikum).

Ég bara hef ekki þekkingu á hvernig slíkt yrði útkljáð en ég er nokkuð viss um að þar sem EES ákvæðin eru bundin í lög (og væntanlega þessi einkavæðingar/rekstur hins opinbera líka), þá er ekki hægt að setja ný lög sem ganga gegn lögum sem eru til nú þegar svo það myndi líklegast ekki ganga upp og nýrri lögin mundu falla úr gildi eða það þyrfti að breyta þeim eldri,  og þar sem þau eldri falla undir EES þá yrði líklegast að rifta honum eða fá undanþágu frá því ákvæði.

Það þarf bara að taka slík mál upp þegar þau koma, en það er ekkert æðra en Stjórnarskráin á Íslandi.

Jóhannes H. Laxdal, 10.6.2011 kl. 12:55

12 identicon

Uhhh.. er ekki að tala um ferlið heldur niðurstöðuna. Þjóðin/Alþingi getur breytt ölli því sem þar kemur fram ekki satt?

Hefur þú annars lesið plaggið?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:56

13 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Já,  ég á Stjórnarskránna í bundnu eintaki og hef lesið hana

Jóhannes H. Laxdal, 10.6.2011 kl. 12:57

14 Smámynd: Vendetta

Ég hef ekki aðeins lesið stjórnarskrána, heldur hef ég á sínum sett hana í heild sinni á bloggið mitt. Ég sé að það væri ekki vanþörf á því að gera það aftur, en annars er hana að finna á vefsíðu Alþingis eftir nokkra leit hér.

Til að kynnast Lissabon-sáttmálanum (stjórnarskrá ESB-ríkisins), sem kratarnir og skósveinar þeirra vilja að komi í staðinn fyrir íslenzku stjórnarskrána, þá er hann líka á netinu. Hjá utanríkisráðuneytinu hér , pdf-skjal upp á 388 blaðsíður. Ráðuneytið kallar Lissabon sáttmálann "SAMSTEYPTAR ÚTGÁFUR SÁTTMÁLANS UM EVRÓPUSAMBANDIÐ OG SÁTTMÁLANS UM STARFSHÆTTI EVRÓPUSAMBANDSINS". Hins vegar er settur fyrirvari:

"Fyrirvari: Þýðing þessi er birt með þeim fyrirvara að utanríkisráðuneytið áskilur sér rétt til að
leiðrétta á síðari stigum texta þýðingarinnar ef tilefni er talið vera til þess, m.a. á grunni ábendinga
um villur, æskilegri þýðingar einstakra hugtaka eða orðasambanda o.s.frv.",

sem getur þýtt að sumt sem Össur vill ekki að haft sé í hámæli, sé aðeins lauslega þýtt. Þess vegna hvet ég alla að leita líka annarra heimilda um Lissabon-sáttmálann, ekki bara á vefsíðum ESB-stofnana, heldur líka á vefsíðum andstæðinga ESB á meginlandi Evrópu. Það er ekkert smá lesning, en sumarleyfið ætti að duga í það.

Vendetta, 10.6.2011 kl. 16:02

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fjandi líst mér vel á menn sem eiga stjórnarskránna innbundna. Og ekki síður á þá sem eru tilbúnir að eyða sumarleyfinu lestur stjórnarskrár ESB. Fæ ég rapport?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2011 kl. 02:39

16 Smámynd: Vendetta

Guðmundur, hvaða árganga og tölublöð af Ugens Rapport á ég að senda þér?

Ugens Rapport

Nei, í alvöru talað, þá var ég að hugsa um að biðja þig um að útbúa vasaútgáfu af Lissabon-sáttmálanum. Eins konar "The Lisbon Treaty For Dummies" eða "Everything You Wanted To Know About The Lisbon Treaty But Were Afraid To Ask". Það yrði örugglega metsölubók, sérstaklega ef þú skrifar líka útgáfu á alþýðlegri íslenzku.

T.d. Article 50: "Blah blah <law jargon> blah blah <hidden meanings> blah blah <important items omitted> blah blah" þýðir í praxis "þetta og þetta <skýrinort tal> og þetta og þetta <ómyrkt mál> og ef ... þá <afhjúpun>.

Þannig leiðbeiningar væru velþegnar, Guðmundur. Ef þú vilt aðstoð frá mér, þá býst ég til að teikna forsíðuna og útbúa efnisyfirlit og atriðaskrá. Þú sérð um textann og við skiptum hagnaðinum af sölunni til helminga.

Vendetta, 13.6.2011 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 90
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 339
  • Frá upphafi: 459260

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 300
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband