12.6.2011 | 10:23
Loksins!
Menn hafa beðið lengi eftir því að Hjörvar Steinn fengi fyrsta áfangann að alþjóðlegum meistaratitli. Hann er kominn vel yfir þau stigamörk sem þarf til þess (2400 stig) en áfangana hefur vantað.
Hjörvar hefur mjög lengi verið efnilegasti skákmaðurinn okkar og í raun sá eini í hópi yngri skákmanna sem einhverjar virkilegar vonir hafa verið bundnar við.
En eins og áður sagði hafa framfarirnar verið hægar og kannski tækifærin einnig.
Hann fékk til dæmis ekki að tefla í landsliðsflokki á síðasta Skákþingi Íslands, þó svo að varamenn hafi verið kallaðir inn, mun stigalægri en hann, heldur tefldi í áskorendaflokki.
Vakti það nokkra furðu, enda var hann þá þegar kominn í íslenska landsliðið í skák.
En nú er hann vonandi kominn á beinu brautina.
Hjörvar efstur á móti í Búdapest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.