12.6.2011 | 11:39
Sviss með besta liðið á mótinu?
Svisslendingar (ekki Svissarar eins og ónefndur þjálfari kallar þá alltaf) eru taldir einna sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppni 21 ára landsliða.
Þeir lentu í umspili rétt eins og við (og unnu eins og við). Svíar voru mótherjar þeirra. Leikurinn í Svíþjóð fór 1-1 en Sviss vann svo heima stórt eða 4-1. Þó voru engir aukvisar í sænska liðinu og nokkur þegar þekkt nöfn, strákar sem spila með sterkum félögum í Evrópu:
Michael Almebäck (FC Brügge), Martin Olsson (Blackburn), Rasmus Elm (AZ), Emir Bajrami (Twente), Pierre Bengtsson (FC Köpenhamn) og Denni Avdic (Werder Bremen). Að auki má nefna heimaspilarana Sebastian Eriksson (IFK Göteborg), Guillermo Molins (Malmö FF) og Rasmus Jönson (Helsingborg).
Ljóst er að Sviss er með mun sterkara lið en Hvít-Rússar. Miðað við hvernig leikur okkar gegn Rússunum spilaðist þá eigum við lítinn sjens gegn Sviss.
Einnig var leikur Sviss gegn Dönum mjög sannfærandi. Markvörður þeirra er mjög góður sem og Kósóvó-Albaninn á hægri kantinum (sem er nýr Robben), Xherdan Shaqiri sem spilar með FC Basel í Sviss.
Hann má alls ekki fá eins mikil pláss í leiknum á þriðjudaginn og Danir gáfu honum í gær.
Tómas Ingi: Svisslendingar mjög góðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460026
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.