Breytt lið?

Ef það á að vinna sterkt lið Svisslendinga þá þarf að gera róttækar breytingar á liðinu. Fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum sýndi alvarleg vandamál þess, ekki síst uppbyggingu sóknarinnar. Þetta breyttist ekki mikið í seini hálfleik fyrir utan færin tvö og hálffærið sem íslenska liðið fékk.

Ég tel því að það hafi verið gott að fá Aron Einar í bann þar sem hann er stórlega ofmetinn leikmaður að mínu mati (það virðist vera eins konar fanklúbbur í gangi hvað hann varðar, hópur manna sem virðast sjá eitthvað allt annað en aðrir sjá, eins og sjá má á ummælum á fotbolta.net eftir leikinn gegn Hvít-Rússum).

Vonandi verða settir inn menn sem hafa verið að spila mikið með liðum sínum - og sóknin efld.
Má þar nefna Björn Bergmann Sigurðarson sem er orðinn aðal sóknartengiliður liðs sín, Lilleström, og talinn eitt mesta efnið í norska boltanum í dag.
Bæði Arnór Smárason og Rúrik Gísla sýndu lítið í leiknum gegn Hvít-Rússum og kostar lítið að reyna nýjan mann á hægra kantinn.

Þá þarf að prófa nýja miðvörð í stað Hólmars og nýjan varnartengilið í stað Bjarna Þórs Viðarssonar.
Ég sting upp á Elvari Frey Helgasyni og Birki Bjarnasyni.

Þá er markmaðurinn óöruggur og því er eðlilegt að sá sem var í markinu gegn Skotum og stóð sig vel, Arnar Darri Pétursson, fái aftur að spreyta sig.


mbl.is Gylfi Þór: Spilað til sigurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband