16.6.2011 | 17:19
Danir verða að vinna ...
Danir telja sig verða að vinna leikinn gegn Íslendingum til að komast í úrslitakeppnina. Þeir eru meira að segja hræddir um að 2-0 sigur nægi ekki ef Hvítrússar vinna Sviss 2-1.
Þá sé óljóst hvort Sviss eða Danir fylgi Hvíta-Rússlandi. Vinni Hvítrússar hins vegar 3-2 gegn Sviss komast Danir ekki áfram þrátt fyrir sigur.
Ef Sviss vinnur nægir Dönum hins vegar jafntefli til að komast áfram.
Þjálfari Dana segir þó að það þýði ekkert að vera að velta sér upp úr mögulegum úrslitum. Lið sitt verði fyrst og fremst að einbeita sér að því að vinna leikinn gegn Íslandi.
Hann hefur áður varað við íslenska liðinu og efast um að það sé búið að gefast upp eftir að vonir þeirra um að komast áfram, eru nánast úr sögunni.
Danir þekki þá ekki íslenska þjóðarsál og frumkraft ("den islandske folkesjæl og urkraft"). Þetta sé ekki þjóð, "folkefærd", sem gefist upp heldur berst fyrir æru sinni.
Hann býst ekki við því að sjá lata Íslendinga í leiknum á laugardaginn.
sjá http://politiken.dk/sport/fodbold/ECE1308098/bordinggaard-slagne-islaendinge-er-farlige/
Þjálfari Dana: Óttast Kolbein og Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 212
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 188
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.