20.6.2011 | 23:32
Löglegt skotmark?
Jamm, þá veit maður það. Það er í lagi að drepa óbreytta borgara (sem tilheyra "stjórnarliðinu", eða einræðisstjórninni sem RÚV orðar það svo hlutlaust) til að vernda óbreytta borgara sem tilheyra hópi (eða ættbálki) uppreisnarmanna!
Er ekki kominn tími til að íslenska ríkisstjórnin dragi stuðning sinn við loftárásirnar til baka?
Reyndar er svo sem vitað að Össur Skarphéðinsson og haukarnir í Samfylkingunni gera það ekki ótilneyddir en kannski gera þeir það ef Vg setur pressu á þá.
Vinstri grænir hafa ekki miklu að tapa. Samfylkingarmenn vega að þeim á heimavelli Vg, samanborið yfirlýsingar Árna Páls Árnasonar um sjávarútvegsfrumvarpið og framkomu Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínar Júlíusdóttur í virkjanamálum þar sem ekkert tillit er tekið til umhverfissjónarmiða, né til umhverfisráðherra.
Er ekki réttast að setja Samfylkingunni úrslitakosti núna, svo hún geti gert það sem hana langar mest til - að fara aftur í eina sæng með íhaldinu?
Betra er nýtt Hrun en þessi endaleysa þar sem ekkert breytist.
NATO: Löglegt skotmark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nánari fréttir hafa nú borist af loftárás NATÓ sem yfirstjórn hernaðaraðgerðarinnar ver svo ótæpilega.
Árásin var gerð á stóran bóndabæ þar sem fjöldi bygginga var gjörsamlega jafnaðar við jörðu. Tala látinna er komin upp í 19 manns.
Réttlæting árásarinnar virðist einkum felast í því að einn meðlima 12 manna byltingarráðs Libýu átti búgarðinn (þó svo að annað sé notað sem afsökun). Skilaboðin eru sem sagt þau að eigur leiðtoga Libýustjórnarinnar séu lögleg skotmörk, þótt þau hafi enga hernaðarlega þýðingu, meira að segja íbúðarhús eins og raunin var hér. Það er greinilega farinn að verða hörgull á skotmörkum í landinu.
Jafnframt eru fjölmiðlar farnir að vera æ gagnrýnni á þessar aðgerðir - og stuðningur almennings á Vesturlöndum við þær fer stöðugt dvínandi.
torfi stefánsson (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.