Frábært!

Þetta eru góðar fréttir. Fyrirhuguð leit að olíu á Drekasvæðinu svokallaða hefur ekki fengið neina pólitíska umræðu hér á landi, heldur virðist vera gæluverkefni utanríkisráðherra og einhverra skammsýnna loftkastalasmiða á norðvesturhorni landsins.
Ekkert hefur verið rætt um það opinberlega hvaða áhrif olíuleitin og hugsanleg vinnsla olíunnar muni hafa á umhverfisstefnu ríkisstjórnarinnar og þá skilmála sem Íslendingar hafa gengist undir hvað varðar umhverfisvernd.

Hér kemur vel á vondan því Samfylkingin hefur leikið það æ ofan í æ að tefja mál sem samstarfsflokkur hennar í ríkisstjórn hefur á sinni könnum.
Nú síðast með að standa gegn breytingum á kvótamálum sjávarútvegsins, sem hluti af Samfylkingarþingmönnum tókst að tefja þó svo að málið hafi fengið brautargengi í ríkisstjórninni.

Þessar tafir hafa einnig orðið til þess að tefja sérleyfaútboðið - og er það vel.


mbl.is Útboði frestað til 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 463247

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband