25.6.2011 | 15:42
Betri riðillinn?
Jæja, Hvít-Rússar komnir á Ól en ekki við! Og áttu það svo sannarlega skilið með dómarana á móti sér bæði í þessum leik og sérstaklega í leiknum gegn Spáni.
Þetta sýnir hversu örlagaríkur fyrsti leikur íslenska 21 árs landsliðsins var gegn Hvít-Rússum - og það að tapa með tveimur mörkum. Eitt mark hefði nægt til að komast áfram!
Ástæðu tapsins má fyrst og fremst rekja til rangs liðsvals (svo sem að treysta á fyrirliðann Bjarna Þór) og slæms undirbúnings fyrir keppnina.
Þar má kenna um linkind þjálfarans gagnvart landsliðsþjálfaranum og forystu KSÍ, sem gerðu tvö mistök: annars vegar að leyfa Íslandsmótinu að spilast alveg fram að viku fyrir EM - og hitt að landsliðsþjálfarinn komst upp með að velja níu leikmenn í 21 árs liðinu í landsliðshóp A-liðsins (og halda þeim þannig frá æfingum með 21 árs liðinu í um 10 daga skeið).
Annars er furðu hljótt um 21 árs liðið íslenska eftir mót - ekki síst um félagaskipti liðsmannanna. Mikið var talað um þvílíkir frábærir möguleikar það væru fyrir þá að geta komist í miklu sterkara lið - og mikið talað um menn eins Aron Einar og Bjarna Þór í því sambandi.
Einnig Kolbein Sigþórs og Eggert Jónsson.
Enginn hefur hins vegar verið seldur eftir mótið og ekkert heyrst um hreyfingar, nema hvað Kolbein varðar en þær voru byrjaðar löngu fyrir EM.
Aron Einar, sem sagður er hafa verið yfirburðamaður í íslenska liðinu af fanklúbbnum fotbolti.net, er enn óseldur (þó hann hafi aðeins spilað einn og hálfan leik, búið til víti og verið rekinn útaf) - og mun líklega þurfa að spila með lélegu liði Conventry í 1. deildinni ensku í vetur - og líklega það sem eftir er ferilsins.
Þá hlýtur Bjarni Þór að vera á leiðinni heim því hann kemst ekki í lið hjá Mechelen - eða kannski fer hann til Norðurlandanna.
Mestar líkur er á að Eggert Jónsson fá samning annars staðar, en hann þarf þó ekki að kvarta yfir liði sínu sem enn einu sinni varð í efstu sætunum í skosku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Arnór Smára virðist þurfa að spila í næstefstu deild í Danmörku á næsta ári - og aðrir ónefndir verða eflaust áfram hjá sínum liðum.
Sá eini sem gæti verið á förum af þeim ónefndu er markmaðurinn en hann sýndi góða takta á mótinu.
Það verður allavega fróðlegt að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum um hinn mikla áhuga sem átti að vera á íslensku leikmönnunum fyrir mót - og öll liðin sem voru að fylgjast með þeim.
Ætli það verði nokkuð nefnt meira?
![]() |
Hvíta-Rússland fer á Ólympíuleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 293
- Frá upphafi: 461706
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 241
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.