Kreppan rétt að byrja

Það er ljóst að kapitalið ætlar ekki að gefa tommu eftir þó svo að ljóst sé að hið frjálsa markaðskerfi hafi leitt kreppu yfir heiminn árið 2008.
Ráðandi öfl á Vesturlöndum vilja ekkert læra og þrjóskast við að halda þessu kerfi gangandi þrátt fyrir að þá leiði til mikilla hörmunga fyrir íbúa landanna.

Grikkland er gott dæmi um að almenningur og velferðarkerfið eigi að taka skellinn en fjármagnseigendur og lánastofnanir fái að halda sínu.

Harkan gagnvart Grikkjum er með ólíkindum. Þeim er ekki aðeins skipað að skera velferðarkerfið niður heldur einnig að selja ríkisfyrirtæki og hleypa óprúttnum erlendum "fjárfestum" inn í landið.
Sérstaklega þetta með sölu ríkisfyrirtækja er svona 2007-dæmi.

Já harkan er mikil hjá ESB, sambandinu sem Össur og hægri-kratarnir vilja svo ólmir ganga inn í, en nú hefur AGS bæst í hinn óbilgjarna hóp með nýjum forstjóra.

Það er ljóst að Ísland má brátt fara að vara sig, sérstaklega eftir að hafa hafnað Icesave. Hætt er við að kröfurnar verði miklu óaðgengilegri hér eftir og ásættanlegir samningar náist alls ekki.


mbl.is Enn óeirðir í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband