29.6.2011 | 12:31
Argentínska leiðin?
Menn hafi mikið velt því fyrir sér hvað gerist ef gríska þingið hafnar skilmálum Evrópusambandsins um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda og sölu á ríkisfyrirtækjum.
Flestir vilja þá meina að Grikkland verði lýst gjaldþrota rétt eins og Argentína sem neitaði að verða við kröfum lánadrottnanna (2002).
Málið er hins vegar það að Argentína kom alls ekki illa út úr gjaldþrotinu. Lánadrottnarnir gengur til samninga við landið og sömdu um að afskrifa um 55% krafnanna. Og þrátt fyrir að Argentína gat ekki tekið nein ný lán fyrstu árin, með þeim afleiðingum að hagvöxturinn féll um 25%, þá var landið fljótt á fæturnar aftur með auknum hagvexti síðustu árin.
Þetta er það sem andstæðingar nauðasamninganna horfa til. Auk þess hefur gengið orðrómur um að ESB hafi varaáætlun (mun hagstæðari Grikkjum) ef samningnum verður hafnað af gríska þinginu (en því neita ESB-menn auðvitað kategórískt).
Við ættum að horfa til þessa máls því við má búast að hremmingar okkar aukist umtlasvert eftir að hinum mjög svo hagstæða Icesave-samningi var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, þökk sé okkar athyglissjúka forseta.
Mikil spenna í Aþenu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.