10.7.2011 | 20:02
Ríkisstjórninni að kenna!
Þeir eru fljótir sjálfstæðis- og framsóknarmennirnir að kenna ríkisstjórninni um lokun hringvegarins!
Svo eru auðvitað Erna Hauksdóttir og stóreignamaðurinn Friðrik Pálsson fjót til að kvarta og tala um neyðarástand í ferðamálum, rétt eins og þau gerðu í eyjafjallagosinu í fyrra og græddu þá 200 milljónir króna fyrir vikið.
Og sveitarfélögin á suðausturhorninu eru fljót að koma sér í grátkórinn.
Því er til fyrirmyndar það sem einn jöklaleiðsögumaðurinn á svæðinu sagði, en hann óttaðist ekki um ferðaþjónustuna á landinu þó svo að hún yrði af tekjum hjá sér: Það er mjög óalgengt að fólk hreinlega breyti ferðinni sinni. Þá fer það frekar á Vestfirði og traffíkin skilar sér annað.
Tók 5-6 daga að opna 1996 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 458376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst grátkórinn orðinn heldur stór og oft á tíðum langsóttur. Ég vona að Vegagerðin leggi fremur öryggi og vandvirkni í smíði bráðabirgðabrúarinnar fremur en að fara að rusla upp einhverju pjátri með afar takmörkuðu umferðaröryggi og öxulþunga. Vegagerðin og innanríkisráðherrann - aðilar sem ég hrósa allajafna lítið - eiga þakkir skyldar fyrir að bregðast skjótt við.
Sigurjón Þórsson, 11.7.2011 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.