12.7.2011 | 14:36
Er ferðaþjónustan nú ánægð?
Þetta er allt með ólíkindum!
Ferðaþjónustan hefur pressað á stjórnvöld, alveg síðan að brúna á Múlakvísl tók af, til að grípa til einhverra skammtímalausna og greiða fyrir umferð um hringveginn, án þess að hugsa neitt um velferð almennings (öryggi ferðalanga).
Þessi pressa skilaði sér fljótt með rútunni, sem nú festist í ánni og stefndi þar með lífi farþeganna í stórhættu.
Vonandi verður þetta til þess að ferðaþjónustuaðilar hugsi sinn gang og fari að anda með nefinu.
Íslensk jökulvötn eru nefnilega engin lömb að leika sér við og hafa tekið fjölda mannslífa í gegnum aldirnar.
Vonandi vilja þessir aðilar ekki eiga mannslíf á samviskunni í pressu sinni á stjórnvöld um að standa vörð um stundarhagsmuni þeirra.
Fólkinu bjargað á austurbakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 355
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 314
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Torfi. Ekki erum við alltaf sammála. En ég tek undir hvert orð sem þú skrifar hér.Sem betur fer hafa skipstjórarnir á Herjólfi t.d. ekki látið undan pressunni sem á þá er lagt Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 12.7.2011 kl. 15:09
Sammála, þarna var farið örlítið framúr sér til að seðja óþarfa kröfur SAF það kann ekki góðri lukku að stýra og við megum vera þalkklát fyrir að ekki fór verr. Hætta þessari vitleysu strax, því það tefur vegargerðarmenn frá brúarsmíð að þurfa að fylgjast með og standa í björgunaraðgerðum.
Brúin er farinn og það verður enginn umferð fyrr en ný er komin og við gerum ekki kraftaverk en Vegagerðin fer nærri því.
Kjartan (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.