Ofbeldi og gripdeildir uppreisnarmanna

Hingað til hafa Kanarnir verið sérstaklega óheppnir með val sitt á vinum eins og sjá má á Írakstríðinu, en um 6,6 milljarðar dollara aðstoð við nýju stjórnvöldin í Írak var stolið frá Kananum og enginn veit hvað af þeim varð.

Sama má segja um leppstjórnina í Afganistan sem USA kom á fót með aðstoð NATÓ. Hún er þekkt fyrir spillingu og þjófnað á erlendri hjálparaðstoð, svo eitthvað sé nefnt.

Núna er Evrópuþjóðirnar komnar í sama pyttinn með því að bera höfuðábyrgð á aðstoðinni við uppreisnarmenn í Libýu.
Hernaðaraðstoðin við þá var sögð vera til þess að vernda almenna borgara, en það var auðvitað bara yfirskin. Aðstoðin nær að minnsta kosti ekki til áhangenda stjórnvalda í Libýu.

Nýjustu fréttir frá hjálparsamtökunum Human Rights eru þær að í framsókn uppreisnarmanna nú í júní og júlí, eftir að loftárásir NATÓ hafa tekist að lama stjórnarherinnn, hafi uppreisnarmenn farið um rænandi og ruplandi, misþyrmt óbreyttum borgurum og kveikt í íbúðarhúsum.
Ekki síst hafa sjúkrahús og verslanir orðið fyrir barðinu á gripdeildunum.
Ljóst er að yfirstjórn uppreisnarinnar hefur litla sem enga stjórn á mönnum sínum.

Líklega var það ekki þetta sem NATÓ hafði gert ráð fyrir þegar ákveðið var að styðja uppreisnina í Libýu, en í raun skiptir það litlu máli fyrir NATÓ-þjóðirnar.
Markmiðið var jú að losna við óþægilegan aðila, Gaddafí, og komast um leið yfir olíulindir landsins.
Þá skiptir í raun líðan íbúanna eða móral nýrra stjórnarherra litlu máli.


mbl.is Sakar NATO um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband