8.8.2011 | 11:33
Var það ekki vitað fyrir?
Merkilegir þessir landsliðsþjálfarar! Þeir sáust úti á Kastrup í morgun, klæddir eins og umrenningar - og ekki vitund líkir mönnum sem treyst er fyrir landsliði.
Og enn og aftur koma þeir af fjöllum.
Vitað var að Gylfi Þór hafði verið meiddur í nokkurn tíma og væri ekki leikfær. Samt var hann valinn í landsliðið sem á að keppa núna á miðvikudaginn.
Það voru fleiri en hann og Sölvi sem voru valdir þrátt fyrir að vera meiddir. Rúrik Gíslason hefur lítið sem ekkert spilað með OB í Danmörku síðan deildarkeppnin hófst þar nú í júlí vegna meiðsla.
Þá spilaði Alfreð Finnbogason ekki með Lokeren nú um helgina í fyrsta leik belgísku deildarkeppninnar - og stóð sig illa á EM undir 21 árs - en var samt valinn í A-landsliðið.
Jóhann Berg er heldur ekki í neinni leikæfingu en hann sat á bekknum allan leikinn hjá AZ Alkmaar í fyrstu umferð hollensku deildarinnar.
Eins og venjulega er valið á landsliðinu mjög gagnrýnisvert. Sama duglausa liðið valið leik eftir leik þrátt fyrir hraklegan árangur - og enn gengið framhjá mönnum sem hafa verið að standa sig mjög vel ytra og eru í fínni leikæfingu.
Lofið um Veigar Pál í norskum fjölmiðlum er t.d. þannig að ljóst er að hann er stórstjarna þarna úti.
En það nægir þó ekki til þess að hann sé gjaldgengur í okkar firnasterka landsliði, sem er númer 120 á heimslistanum eða eitthvað svoleiðis - og með það helsta stefnumið um þessar mundir að komast uppfyrir Færeyinga!
Ég skammast mín fyrir þá sem stjórna íslenskri karlaknattspyrnu um þessar mundir og vona að sú skömm verði tekin sem fyrst frá landsmönnum.
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 179
- Frá upphafi: 461805
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 151
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.