13.8.2011 | 18:31
Pálmi Rafn í hörku formi
Gamli landsliðsmaðurinn, Pálmi Rafn Pálmason, hefur átt misjöfnu gengi að fagna með Stabæk undanfarin ár en er nú virkilega að ná sér á strik með liðinu.
Í lýsingu aftenposten.is frá sigurleik liðsins í dag, gegn Strömgodset, fær hann mjög góða dóma.
Bjarni Ólafur skoraði fyrsta mark liðsins 1-0, en Pálmi Rafn, sem einnig var í byrjarliðinu, skoraði annað markið (2-0) eftir að hafa átt hörkuskot í slána rétt áður. Þá fékk hann þessi ummæli: "Islendingen har for øvrig en veldig god kamp i dag!" Hann var svo var tekinn út af á 75. mínútu og fékk þá þessa kveðju: "Pálmason har hatt en meget god kamp for hjemmelaget. Hørte jeg banens beste?"
Íslenska landsliðið á í erfiðleikum með markaskorara en Pálmi Rafn hefur nú skorað 6 mörk í 15 leikjum fyrir Stabæk og hefur verið í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum.
Það er greinilega kominn tími til að velja hann aftur í landsliðið...
![]() |
Bjarni Ólafur og Pálmi Rafn skora í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 105
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.