Pólitískt viðrini?

Ekki stígur Lilja frænka í sitt pólitíska vit!
Sjálfstæðisflokkurinn, og hægri stefnan, hefur það að yfirlýstu markmiði að skera sem mest niður opinber útgjöld (til þess að hinir ríku þurfi að greiða sem lægsta skatta!).
Steingrímur J., og ríkisstjórnin sem slík, stendur hins vegar vörð um velferðarríkið og reynir að komast hjá því að skera niður fjárframlög hins opinbera til velferðarmála.

Og það merkilega er að hann - og ríkisstjórnin - hafa hingað til fengið stuðning til þess frá AGS, þvert gegn stefnu hins alþjóðlega auðvalds í málefnum annarra ríkja sem standa á brauðfótum.
Við megum teljast mjög heppin að hafa ekki verið neydd til að skera stórlega niður opinber framlög, eins og Grikkir og Írar hafa neyðst til - og eins og Ítalir eru að gera með karlskarfinn Bellusconi sem forsætisráðherra.

Lilja er sífellt að sýna það betur að hún er mjög hægri sinnaður stjórnmálamaður,sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fór í framboð fyrir Vinstri Græna. Nú er hún greinilega komin heim í öfgafyllstu stjórnmálasamtökin í dag, Hreyfinguna, en frá þeim hefur sem betur fer heyst lítið undanfarið.


mbl.is Segir Steingrím framfylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Torfi Kristján.

Ekki lýsir þú á virðingarverðan hátt, þessari harðduglegu og réttsýnu konu, sem Lilja er.

Hún hefur sýnt það og sannað, að hún þorir að berjast fyrir sinni réttlætis-tilfinningu og sannfæringu, ólíkt mörgum konum á þingi. Fyrir það á hún mikla virðingu skilið. Lilja og fleiri börðust fyrir að fólk fengi að skila lyklum að banka-okurskuldsettum eignum, og ganga frá sínum rændu eignum. En einhverjir valdameiri menn/konur stóðu í vegi fyrir þeirri réttlátu lausn, og ætlast til að fólk borgi lánin en flytji þó út úr húsunum, svo hægt sé að selja næsta manni, og fara eins með hann? Á meðan er fyrri "eigandi" að borga 110% í eigninni, sem er búið að taka af honum? 

Í Noregi eru mörg ár síðan fólk gat farið þá leið að skila lyklunum og sleppa við skuldafangelsi bankanna, ef það gat ekki borgað lánið af húsnæðinu sínu!

Kunningi minn í Noregi ætlaði ekki að trúa mér, þegar ég sagði honum hvernig málum væri háttað á banka-þræla-landinu Íslandi, og sagði við mig að nú væri ég enn einu sinni að grínast (ég grínast og hæðist oft að verklagi yfirvalda, að gefnu tilefni)! En í það skiptið var ég ekki að grínast, þótt lygilegt væri það sem ég var að segja honum. Nu tullar du Anna (nú ertu að bulla Anna), sagði hann einfaldlega við mig! Hann trúði mér ekki!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband