16.8.2011 | 14:12
Hægra liðið út úr hýði sínu
Þetta er nú meiri spekin sem vellur upp úr hægrikellingunni sem vitnað er í í fréttinni - og þeim blaðamanni sem skrifar þessa frétt!
Félagsleg aðstoð við atvinnulaust fólk orsök óeirðanna á Englandi!
Flestir hlutlausir fræðimenn telja þvert á móti að ónóg félagsleg aðstoð og hreinræktuð hægri stefna frá tímum Thatcherismans eigi hér mesta sök. Atvinnuleysi sé geigvænlegt og nú séu allt að þrjár kynslóðir sem hafa þurft að þola það.
Hægri öflin á Englandi virðast ætla að notfæra sér óeirðirnar til að ganga enn lengra í niðurskurði til þessa þjóðfélagshóps, taka fólk af bótum sem eigi ungmenni í hópi óeirðarseggja osfrv.
Maður hefði haldið að nýfrjálshyggjan og hennar skyndilausnir væri úr sögunni eftir Hrun, en ljóst er að hún eflist frekar en hitt eins furðulegt og það má vera.
Nú er það fasisminn sem bíður okkar, enda segir sagan okkur að hann tekur við þegar kapitalisminn stendur frammi fyrir algjörri kreppu.
Gildra bótakerfis og slök menntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.