17.8.2011 | 13:07
Mannréttindabrot
Mörg mannréttindasamtök hafa gagnrýnt stjórnvöld og dómstóla harðlega fyrir þær hörðu refsingar sem skipuleggjendur og þátttakendur óeirðanna hafa verið dæmdir í - og tala óhikað um mannréttindabrot.
Sem dæmi má nefna þá tvo ungu menn (21 og 22ja ára)sem hafa verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi (!) fyrir það eitt að hvetja til óeirðanna með skrifum á Facebook. Bent er á að vinir þeirra hafi alls ekki tekið þátt í óeirðunum en þeir samt verið dæmdir!
Þá þykir merkilegt að maður hafi verið dæmdur í eitt og hálfs árs fangelsi fyrir það eitt að hafa stolið sjónvarpi úr einhverri versluninni.
Ljóst er að fasistísk viðbrögð stjórnvalda og dómstóla eins og þessi, eigi aðeins eftir að aukast því dýpri sem kreppan verður - og því lengur sem íhsldsflokkurinn verður við völd.
Atvinnuleysi eykst t.d. enn á Bretlandi en talið er að það - og slæm félagsleg kjör atvinnulausra í landinu - sé helsta ástæða óeirðanna.
Enn skal skorið niður og sparað fyrir hina ríku, svo búast má við að eyjunum verði brátt breytt í eitt risastórt fangelsi - eins og reyndin hefur orðið í Bandaríkjunum.
Já, kapitalisminn er ekkert að gefa sig þrátt fyrir efnahagshrunið, heldur gefur frekar í með aðstoð fasískra aðferða - og fasistískra afla.
Yfir 1000 kærðir vegna óeirða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já, þetta er svolítið merkilegt. þessi aukna harka sem bretarnir segjast þurfa að beyta svo annað fólk geti fundið til öryggis. samt eru þarna svo mikill fjöldi af ólíkum samfélugum þar sem fólki finnst það ekki vera hluti af samfélaginu.
Íslenskur maður (man ekki nafnið og titilin sem hann ber en hann vinnur við virtan háskóla í englandi) sendi inn grein í fréttablaðið fljótlega eftir að óeyrðirnar hófust þar sem hann útlistaði á mjög svo skiljanlegan máta hvernig staðan í bresku þjóðfélagi er orðin í dag. stjórnvöldum hefur margsinnis verið varað við hættunni. og í öllu þessu fárviðri þar sem ríkisstjórnir vestræna samfélaga eru að draga saman seglin og skattleggja allan andskotan, að fólki sem fannst þeim ekki lifa í samfélaginu fyrir....hvernig þessum þjóðfélgashópum, afríkubúum, asíubúum og karabísku fólki hlítur að líða núna. ein af hverri fimm fjölskyldum í bretlandi er sundruð, þar sem börnin búa hjá móðurinni.....1 af hverri 5 fjölskyldum....það er ekkert smáræði.
ég var eitt sinn í london (fyrir "hryðjuverkin" þarna sem betur fer :)). ég var með ferðatösku og bakpoka á leið á flugvöllin í neðanjarðarlest á mesta álagstíma dagsins örugglega. ég rétt slapp inn í lestina þegar ég heiri eldri "hvít" hjón furða sig á því af hverju hvítur maður eins og ég fari ekki með leigubíl með allar þessar "báðar" töskur. rasisminn er drjúgur í þjóðfélaginu í bretlandi þó svo fólk ætli sér ekki að meina eitthvað illt. þau voru aðeins að ræða saman eins og annað fólk.
svo getum við snúið okkur að öðrum vinkli á þessum óeyrðum í englandi. hvað ef við setjum þær í samræmi við óeyrðirnar sem hófust í Líbíu...sem sannað er í dag að hafi ekki verið friðsamlegar. ef við horfum frá því hvort gaddafi sé góður eða illur, maðurinn er náttúrulega búinn að vera við völd allt of lengi....ýmindið ykkur ef Dabbi kóngur hefði setið nokkur tímabil í viðbót...hvað hefðum við þolað það lengi ;). en svo við höldum áfram að skoða vinkilin á óeirðunum í tengslum við Líbíu. bretland er stórveldi miðað við Líbíu. innviðurin er mun traustari í englandi heldur en nokkurtíman í líbíu þar sem ættbálkaveldið er enn til staðar.
hver er munurinn á viðbrögðum landanna á óeyrðunum: FJÖLMIÐLAR!!!! það er rétt. fjölmiðlar níðast á "óreglufólki" í englandi sem að þeirra sögn eiga ekkert erindi nema skemmdarfísn. sjálfsagt er það í einhverjum tilfellum rétt....en að alhæfa slíkt hefur ekkert með sannleikann að gera. semsagt, mótmælendurnir eru ekkert nema úrhrök og á þeim skal taka hart á svo fólk geti gengið um götur áhyggjulaust að nýju....það eru skilaboðin sem fjölmiðlarnir segja okkur um óeirðirnar í englandi.
en hvernig er staðan þegar kemur að Líbíu. bílar brenndir og kveikt í húsum og byggingum á Benghazi svæðinu austast í Líbíu. lögreglan á Benhazi svæðinu ásamt hernum þar, sem er byggður upp af fólki frá austur Líbíu er sendur til að handsama óeirðarseggina. þar sem Líbía hefur ekki sama sterka innvið og bretland. þá geta þeir ekki notast við fjölmiðla eins sterkt og hægt er á vesturlöndum. Í Líbíu eru fjölmiðlarnir málgögn sem tala út frá hagsmunum eigenda sinna....(kveikir þetta á einhverri peru hjá einhverjum)....munurin á Líbíu og vesturlöndum er sá að Líbíumenn vita þetta....slíkt fyrirkomulag á fjölmiðlum er að mig minnir stjórnarskrábundið í Líbíu....Líbía er nefnilega ekki eins og vesturlönd. her og lögregla eru send inn í borgir og lenda í skotbardögum, þar sem óeirðarseggirnir hafa komist yfir vopn úr vopnageymslu hersins. Líbía hefur ekki önnur meðul til að bregðast við slíkum skemmdum og óeirðum af fólki sem vill breytingar. skotbardagar eru milli hersins og óeirðarseggjana sem líbíumenn segja að séu úrhrök samfélgasins sem hafi ekkert erindi út á götur nema skemmdarfýsnina sjálfa. eitthvað...???
fjölmiðlar á vesturlöndum, öfugt við óeirðarseggina í bretlandi hefja þá upp sem hetjur, friðsama mótmælendur sem herin í Líbíu er að slátra og senda flugvélar og varpa sprengjum á þá....og meira í þeim dúr sem er fyrir löngu orðið staðfest að sé "HAUGALÝGI". en afl fjölmiðlanna á vesturlöndum er slíkt að þú lesandi góður trúir því sem er sett fyrir framan þig skylirðislaust. þetta er eins og að horfa á invention of lying með Ricky Cervas....þar sem enginn getur logið fyrr en eitthvað gerist og einn getur logið. Vegna þess að þú lesandi trúir því sem lagt er fyrir þig í fjölmiðlum, þá fyllist þú ógeði á því sem þeir segja þér að sé að gerast þarna. og hvað...jú, þú villt sjá þessa grýlu sem Gaddafi hefur verið útbúin fyrir þig, hverfa af sjónarsviðinu fyrir fullt og allt.
HVERJUM ER ÞAÐ AÐ KENNA HVERNIG STAÐAN ER ORÐIN Í LÍBÍU??????
svona í lokin, þá er hér að neðan stutt heimildarmynd um hvernig ástandið er í "RAUN" í englandi í dag hjá fjölskyldum allra þjóðfélagshópa þarna....í raun segir þessi stutti bútur þér meira heldur en öll skrif dagblaða sem þú lest, lesandi góður....!!!
http://gagnauga.is/index.php?Fl=Straumar&ID=1018
ps...það er hollt fyrir alla að líta við á gagnauga.is með reglulegu millibili. þó það væri ekki nema til að víkka sjóndeildarhringin og virkja heilan.
el-Toro, 18.8.2011 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.