23.8.2011 | 11:23
Einn stór blekkingarleikur
Allt bendir til þess að áróður NATÓ vegna stríðsins í Libýu sé einn stór blekkingarleikur. T.d. virðist sem Gaddafi hafi aldrei átt neinn skipulagðan her (af ótta við byltingu hersins að sögn spekinganna nú). Árásir NATÓ á her hans hafi því í raun verið árásir á óbreytta borgara sem reyndar voru og eru vopnaðir (rétt eins og uppreisnarmennirnir).
Vandamálið við árás uppreisnarmanna á Triboli er sagt það, að engir hermenn í einkennisklæðum eru á götum borgarinnar. Stuðningsmenn og andstæðingar Gaddafis eru á ferli innan um hvorn annan án þess að hægt sé að greina hvor sé hvað. "Frelsun" Saif, sonar Gaddafi, gæti skýrst á því hversu auðvelt er að leika tveimur skjöldum.
Þá er augljóst að uppreisnarmenn munu aldei ná völdum nema með beinni hernaðaríhlutun NATÓ. Hana hafa þeir fengið og fá, enda taka herþyrlur á vegum NATÓ fullan þátt í bardögunum.
Þetta mega uppreisnarmennirni auðvitað þakka framkvæmdastjóra NATÓ, danska skúrknum Anders Fogh Rasmussen, sem hefur dyggilega stutt heimsvaldastefnu USA í þessum heimshluta og tekið fullan þátt í öllum innrásum Kanans undanfarna áratugi. Betri lepp en hann gátu þeir ekki fengið í framkvæmdastjórastólinn.
Þá er og ljóst að áróðurslygi Foxfréttastofunnar um almennan fögnuð íbúa Triboliborgar við innrás uppreisnarmanna hefur beðið alvarlega hnekki við það að Saif birtist útlensku fjölmiðlafólki við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna - eins og við högum fengið að sjá á myndböndum af þeirri uppákomu.
Já, það er greinilegt að stríðinu lýkur ekki með því að Triboli fellur. Langvarandi borgarastyrjöld bíður, nema gengið verði að samningaborðinu og völdunum deilt milli stríðandi aðila.
En það sættir NATÓ og Vesturveldin sig auðvitað aldrei við. Þeir vilja ganga milli bols og höfuðs á einhvrjum versta andstæðingi sínum til 40 ára, Gaddafi ofursta, og hætta ekki fyrr en það tekst.
Já, mesta ógnun við heimsfriðinn er sem fyrr hinn vestræni kapitalismi, eða eins og kratarnir kalla það: "víðsýn og frjálslynd lýðræðisstefna"!
Átök harðna í Tripoli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 458219
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo er Þjóðarráðið (National Transitional Council (NTC)) að spila með NATÓ.
Þeir hafa vísast til sleppt Saif al-Islam.
Hann hefur í áratug reynt að koma einhverju viti fyrir karl föður sinn.
Karlinn er með stjórnarhverfið fullt af vopnum.
Uppreisnarmenn sýnast aðeins vera með riffla og vélbyssur.
Viggó Jörgensson, 23.8.2011 kl. 14:22
Ég hef lesið um að nýja stjórnarskráin hjá uppreisnarmönnum sé að mestu tilbúin og sharia-lögin eru uppistaðan eins og vera ber í múslimsku miðaldarþjóðfélagi. Sama er að gerast í Egyptalandi. Það verður gaman að sjá fésið á NATO fíflunum þegar það verður opinberað. Já, síðasti fávitinn er ekki fæddur ennþá, en hann verður örugglega stjórnmálamaður.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.