Enn eitt brotið á samþykkt SÞ

Það er eins og að æra óstöðugan að telja upp öll þau brot á samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í hernaði NATÓ gegn stjórnvöldum í Libýu, en þetta er þó skýlaust brot. Tekið er sérstaklega fram í samþykktinni að hún leyfi alls ekki beina þátttöku í stríðinu, og alls ekki hernað á jörðu niðri.

Þetta virða Bretar að vettugi enda ekki vanir að fara eftir alþjóðlegum samþykktum í nýlendutíð sinni. Hún er greinilega ekki afstaðin, enda til mikils að vinna við að skipta auðæfum landsins á milli árásarliðsins. Norðmenn hafa t.d. einnig sýnt mikinn áhuga á að koma að olíuvinnslu landsins enda með "reynslu" á því sviði (og tóku virkan þátt í loftárásum á landið). Þeir hafa hingað til ekki grátið mannfall líbýskra þegna í stríðinu en þeim mun meira eigið manntjón þann 22. júlí (sem kom sem betur fer úr "öfugri átt"). 

Ljóst er af bardögunum núna að hætta er á langvinnri borgarastyrjöld í Libýu nema samið verið milli stríðandi aðila. Einn sona Gaddafis, Saadi (sem átti að vera fangi uppreisnarmanna, en er það ekki), sem hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum hingað til (er "kaupsýslumaður"), hefur tilkynnt að hann hafi fengið umboð stjórnarinnar til að semja við uppreisnarmen. Hann óttast að Triboli mun verða ný Sómalía en höfuðborgin Mogadishu er gjörsamlega í rúst eftir 20 ára borgarastyrjöld (sem hófst að undirlagi USA). 

Það merkilega við allt þetta Libýuferli er að enginn aðili vill, eða fær, að gegna sáttarhlutverki í deilunni. Það á greinilega að kné fylgja kviði og helst kála Gaddafi. Amk hefur íhaldsmaðurinn Cameron forsætisráðherra Breta gefið út veiðileyfi á hann.

Líklega er þessari bresku sérsveit ætlað að framkvæma aftökuskipan breskra stjórnvald, rétt eins og gerðist í Pakistan í tilfelli Osama Bin Ladens.


mbl.is Breskir sérsveitarmenn leita að Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein! Það sorglega við þetta er að eftirmálar verða engir, akkurat engir.

Björgvin Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband