27.8.2011 | 09:00
"önnur lönd á svæðinu"?
Það eru ekki mörg lönd á "svæðinu" sem hafa viðurkenna uppreisnarmenn sem löglega stjórn Libyu. Afríska þjóðarráðið, með sín 54 meðlimslönd, hefur t.d. ekki gert það og munu ekki gera fyrr en bardögum er hætt í landinu. Þau hvetja þvert á móti stríðandi fylkingar til að semja vopnahlé og mynda bráðabirgðastjórn til að koma stjórnkerfinu af stað aftur og hindra blóðsúthellingar.
Á þetta er alls ekkert hlustað - og allra síst af yfirstjón NATÓ á svæðinu sem greinilega hefur lítinn áhuga að vernda almenna borgara hliðholla Gaddafi. Þeir virðast réttdræpir.
Sögum af slæmri meðferð - jafnvel fjöldaaftökum - fer sífellt fjölgandi. Særðir stuðningmenn stjórnarinnar liggja víða á götum Triboli og fá enga aðstoð. Maður einn tók sig til, setti nokkra þeirra upp á pallbíl og ók með þá til sjúkrahúss í borginni. Á leiðinni var hann margsinnis stöðvaður af uppreisnarmönnum sem lömbdu og hræktu á þá særðu og reyndu að koma í veg fyrir að þeir kæmust leiðar sinnar. Auk þess verða óbreyttir borgarar vitna að því að fólk á meðal þeirra er handtekið og ekið í burtu. Þetta er gert í yfirskini þess að verið sé að leita að Gaddafi og fjölskyldu hans.
Nú þykir ekki lengur tilhlýða að vernda óbreytta borgara eða fara að reglum um meðferð særða og fanga. Enda var "verndunin" bara yfirskin. Markmiðinu er náð. Að komast yfir olíuauðlindir landsins.
Gæti hafa flúið til Alsír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460034
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er alveg alveg ótrúlegt. ekki nóg með að afríksambandið vilji ekki viðurkenna uppreysnarmennina heldur urðu Líbanir alveg brjálaðir þegar þeir sáu hvernig NATO fór með tilskipun UN fyrir Líbíu.
svo er alveg merkilegt með þessa svokölluðu mercenaries menn Gaddafis voru sagðir slátra fólki í tugatali. nú þegar bardagum er að linna í Tripoli, þá eru fjölmiðlar að afsaka dráp á innflytjendum og þeim sem eru afríku-svartir á hörund. segja uppreysnarmenn hafa haldið að þeir væru mercenaries.
skelfilegt þegar vitað er fyrir löngu síðan að uppreysnarmenn vilja ekki sjá svo dökkt fólk í sínum flokkum. þetta er sáralítið fjallað um í miðlum vestanhafs...af hverju ekki...því það hentar ekki þeirra útgáfu af stríðinu.
svo eru vopn úr stríðinu farin að seljast á svörtum markaði í löndunum í kring. verð á AK-47 rifflum er hríðfallið sökum offramboðs. BBC útvarpaði þessu meira að segja í gær.
el-Toro, 27.8.2011 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.