29.8.2011 | 09:05
Er það svo?
Ekki heyrði maður nú mikið frá þessum herrum í aðdraganda Hrunsins en þá var vaxtarmunurinn miklu meiri. Hér voru stýrivextir allt að 20% langtímum saman meðan þeir voru nærri 0-inu í viðskiptalöndum okkar. Nú ná þeir ekki einu sinni 5% og allar viðvörunarbjöllur hringja hjá sömu fjármálaspekingunum.
Örlög Ásgeirs Jónssonar eru sérstaklega grátbrosleg í þessu sambandi. Hann varði stefnu Hrunstjórnarinnar og Seðlabankans í peningamálum alla tíð, en nú varar hann hins vegar við hóflegum viðbrögðum Seðlabankans vegna hættu á mikilli þennslu.
Ég skil ekki alveg af hverju fjölmiðlar eru að birta fréttir sem þessar, því álitsgjafarnir hafa misst allt álit þeirra sem fylgst hafa með þessum málum í fjarlægð.
Jarðvegur að myndast fyrir vaxtamunarviðskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Punkturinn er að þessi vaxtamunaviðskipti er meðal stærstu orsakaþátta hrunsins og þar af leiðandi stórhættuleg.
Það munu hinsvegar engin slík viðskipti fara fram á meðan gjaldeyrishöft eru viðhöfð.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.