"Uppreisnarmennirnir" í Libýu hóta Alsír!

Hinir svokölluðu uppreisnarmenn í Libýu, sem virðast flestir vera ótýndir glæpamenn studdir af siðlausum ráðamönnum á Vesturlöndum, hafa í hótunum við stjórnvöld í Alsír fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir fjölskyldu Gaddafis.

Fyrir "uppreisnarmönnunum" virðist eiginkona og börn Gaddafis verða ótýndir stríðsglæpamenn, og þá væntanlega réttdræp, þrátt fyrir að það sé á engan hátt hægt að bendla þau við eitthvað misjafnt.

Já, réttlætið er í höndum sigurvegarans, sem og sköpun sögunnar.

Lygarnar hafa verið miklar, svo sem fréttirnar um að þrír synir Gaddafis hafi verið teknir til fanga - og nú áróðursstríðið sem fjölmiðlar á Vesturlöndum taka fullan þátt í, svo sem fréttirnar um 50.000 fanga sem virðast vera horfnir - og um gjöreyðingarvopn Gaddafisstjórnarinnar og sýklavopn hennar.

Vestrænir fjölmiðlar virðast vera að falla í sama farið og í Írakstríðinu þar sem stjórn Saddams átti að eiga alls kyns gjöreyðingarvopn og myndi nota þau í loka stríðsins þar. 

Í ljós kom þá að þetta var allt saman lygi. Meira að segja Georg Bush viðurkenndi þessa lygi að lokum, en ég leyfi mér að efast um að nokkur vestrænn leiðtogi muni nokkurn tíma viðurkenna þá lygi sem hefur verið í gangi í stríðinu gegn Libýu. Amk ekki Anders Fogh, framkvæmdastjóri NATÓ og fyrrum forsætisráðherra Danmerkur.

Já, mikið megum við vera fegin að hafa losnað undan nýlendustjórn Dana á sínum tíma. Hefði það ekki gerst í seinni heimsstyrjöldinni, þegar Danmörk var hersetin, þá hefðu Danir eflaust beitt hervaldi gegn okkur til að koma í veg fyrir sjálfstæði okkar. 


mbl.is Fjölskylda Gaddafis komin til Alsír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband