30.8.2011 | 13:06
Enn stendur RÚV sig ekki
Nú sögðu þeir að vísu frá því í útgefinni dagskrá að sýnt væri frá mótinu í dag (höfðu ekki gert það áður), en sendu íþróttafréttamann til að lýsa keppninni, sem greinilega hafði lítið vit á frjálsum. Hann virtist t.d. ekki vita að í síðustu umferð(um) kringlukastsins (eins og í öllum kast og stökkgreinum) köstuðu menn í öfugri röð miðað við frammistöðuna (sá fyrsti síðast osfrv.). Þá tók hann ekki eftir því þegar stangarstökkvararnir slepptu úr hæðum, hvenær þær væru úr leik osfrv. Mistökin sem hann gerði voru óteljandi.
Það er merkilegt að íþróttadeildin skuli ekki hafa fastan starfmann sem er sérfræðingur í frjálsum íþróttum, eins vinsælt sjónvarpsefni sem þær nú eru.
Vonandi stendur RÚV sig betur á ÓL á næsta ári.
Skjólstæðingur Vésteins fékk silfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.