1.9.2011 | 14:35
Konum nauðgað
Meðan vestrænir fjölmiðlar eru málpípur líbýsku uppreisnarmanna - og flytja okkur gagnrýnislaust áróður þeirra, þá heyrast aðrar fréttir frá hlutlausari aðilum.
Ein fréttin greinir frá nauðgunum og misþyrmingum á afrísku farandverkafólki, en svartir afríkumenn eru hataðir af uppreisnarmönnum vegna veru þeirra í líbýska stjórnarhernum.
Fjöldi þessa afrísku farandsverkafólks hefur komið sér fyrir í litlu sjálvarþorpi þar sem það hefur sjálft reist litlar flóttamannabúðir og komið sér þar fyrir. Undanfarna daga hefur það verið áreitt af flokki uppreisnarmanna sem hafa neytt þá til að hrópa ókvæðisorð að Gaddafi og stjórn hans, auk fleiri hluta. Þeir hafa síðan komið aftur á nóttinni og nauðgað konunum í búðunum. Eru þar iðulega fimm til tíu karlmenn um eina konu.
Stjórnleysi meðal uppreisnarmanna er greinilega algjört - og virðist sem yfirstjórn þeirra vilji hafa það þannig. Amk hefur hún neitað öllum hugmyndum um friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna - og virðist sem enginn vestrænn þjóðarleiðtogi hafa neitt við það að athuga. Samt átti hernaðaríhlutun NATÓ að vera til þess að vernda almenna borgara.
Vegna þessa hefur forseti Suður-Afríku og leiðtogi Afríska ríkjasambandsins, Zuma, hafnað að taka þátt í ráðstefnu þeirri sem byrjar í dag, ráðstefnu "Vina Libýu". Hann segir ástæðuna einfalda. Hann vilji samningviðræður milli stríðandi aðila, en hvorki uppreisnarmenn né vestræn stjórnvöld hafa neinn áhuga á því. Þeir krefjast skilyrðislausrar uppgjafar, annars verði gengið milli bols og höfuðs á stuðningsmönnum Gaddafis.
Stjórn Gaddafis hefur notið mikillar velvildar í Afríku, m.a. vegna stuðnings hans við ýmis ríki þar og við ríkjasambandið, auk þess sem fjöldi fátæks fólks frá Afríku hefur fengið vinnu í landinu.
Þessu fólki á nú að fórna til þess að koma Gaddafi frá völdum og komast að olíuauð landsins.
Nýjustu fréttirnar þar um eru þær að Frökkum hefur verið lofað þriðjungs hlutdeild í líbýskri olíu, en Frakkar hafa eins og kunnugt er verið mjög virkir í stríðinu gegn Gaddafi.
Áður hefur ítalskt olíufélag fengið leyfi uppreisnarmanna til að hefja olíuvinnslu í landinu
Þá berast fréttir af því að danska skipafélagið Maersk hefur hafið á nýjan leik flutninga til Libýu.
Þannig er ljóst að þau lönd sem tóku virkastan þátt í flughernaðinum gegn stjórn Gaddafi hafa haft mikla fjárhagslega hagsmuna að gæta.
Auk þess má nefna að uppreisnarmenn hafa fengið vilyrði fyrir 3 milljörðum evra og 1,5 milljarði dollara úr sjóðum Líbýu erlendis til að greiða fyrir kostnaðinn við stríðið gegn Gaddafi.
Já, verðlaunin eru há og því eftir miklu að keppa.
![]() |
Segja Gaddafi í Bani Walid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 90
- Frá upphafi: 462984
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.