"aðlögunar- og viðræðuferlið"!

Hér er það í fyrsta sem utanríkisráðuneytið, með Össur Skarphéðinsson í forsvari, viðurkennir svart á hvítu að í gangi sé aðlögunarferli að ESB.

Ég efast ekki um að stjórnarliðar í herbúðum Vinstri-grænna sperra nú eyrun því tekið er fram í stjórnarsáttmálanum að aðildarumsóknin að ESB sé einungis viðræðuferli en ekki aðlögunar.

Hingað til hafa Samfylkingarmennirnir, sem hvað harðast hafa agiterað fyrir aðild að ESB, tekið undir þetta en nú er sem sé komið annað hljóð í strokkinn.

Ég met þetta svo að Vinstri grænir séu ekki lengur bundnir að samkomulaginu um aðildarviðræður við ESB, því þær viðræður ganga miklu lengra en um var samið í stjórnarsáttmálanum.

Þá er bara að sjá hvort Vinstri grænir hafi dug til að standa við eigin stefnu gagnvart ESB eða hvort aðildarsinnar hafi náð yfirtökunum í flokknum.

Benda má á í því sambandi að fylgið hrynur nú af Vinstri grænum. Það er sama þróun og er í gangi í Danmörku og Noregi, en í báðum þessum nágrannalöndum okkar er fylgið að fara af flokkum líkum VG, eins og SF í Danmörku og SV í Noregi, og til flokka sem eru vinstra megin við þá (Einingarflokkinn í Danmörku og Rödt í Noregi).

Það er þó ekki vegna afstöðu þeirra til ESB sem þetta gerist heldur vegna almennt vaxandi róttækni í þessum löndum vegna þátttöku Dana og Norðmanna í hernaðarbrölti Kananna og NATÓ í löndum muslina. Sama gildir hér en Ísland hefur tekið þátt í þessu brölti, bæði í Írak og í Libýu.

Búast má því brátt við stofnun flokks vinstra megin við VG, flokks sem tekur eindregna afstöðu gegn ESB og gegn samvinnunni við Samfylkinguna í utanríkismálum.


mbl.is Hvatt til umsókna um aðlögunarstyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er hræðilegt að bæta stjórnsýsluna okkar.

Okkar stjórnsýsla er að funkera svo ógeðslega vel. Hrunið sýndi það.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.9.2011 kl. 13:02

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni og co, no1 þú svaraðir ekki mikilvægustu spurningunni, "Hingað til hafa Samfylkingarmennirnir, sem hvað harðast hafa agiterað fyrir aðild að ESB, tekið undir þetta en nú er sem sé komið annað hljóð í strokkinn.", þú hefur oft sagt "hvar er aðlögunini?". Þú þarft að svar fyrir það

No2  Hér á landi varð bankahrun, ekki ríkishrun eða nokkuð annað hrun. Hvaðan var sú reglugerð innleidd á þess að pæla í því hvernig hún var? Brussel kannski?

Ef hrunið kenndi okkur eitthvað, Sleggjan og Hvellurinn, 2.9.2011 kl. 13:02 þá var það að reglugerðir ESB eru mein gallaðar og stór hættulegar. Og til aðbæta gráu ofan á svart, þá er verið að biðja bændur að taka upp kerfi sem hefur verið dæmt skaðlegt, óhæft og aðeins til þess fallið að hækka verð á matvöru

Brynjar Þór Guðmundsson, 2.9.2011 kl. 21:22

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það kom skýrt fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis að stjórnsýlsan á Íslandi er  handónýt.   

Svo er ég ekki Samfylkingamaður og þar af leiðandi get ég ekki svarað fyrir eitthvað sem þeir kappar hafa sagt.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2011 kl. 14:24

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

1. "Það kom skýrt fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis að stjórnsýlsan á Íslandi er  handónýt.". Skoðaðu það sem hefur komið frá Brussel, td reglugerðina sem olli bankahruninu og gerði bankanum kleift að hegða sér eins og þeir gerðu, þ.a.s. að flakka á milli landa og spila þannig á kerfið.

2 Þú svaraðie ekki spurningunni, ""Hingað til hafa Samfylkingarmennirnir, sem hvað harðast hafa agiterað fyrir aðild að ESB, tekið undir þetta en nú er sem sé komið annað hljóð í strokkinn."", þú ert einn af þeim sem hafa sagt þetta og því á þetta við þig.

3 ."Svo er ég ekki Samfylkingamaður og þar af leiðandi get ég ekki svarað fyrir eitthvað sem þeir kappar hafa sagt." er þér fyrirmunað að seigja satt?

Brynjar Þór Guðmundsson, 3.9.2011 kl. 20:01

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.9.2011 kl. 09:24  kom með þetta og tak þetta frá honum, er þetta "frábær" stjórn þarna í höfuðstað ESB?

Brynjar Þór Guðmundsson, 3.9.2011 kl. 20:03

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég hef bara aldrei kosið fjórflokkinn það er staðreynd. hef aldrei haldið öðru fram.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2011 kl. 20:31

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

1. "Það kom skýrt fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis að stjórnsýlsan á Íslandi er  handónýt.". Skoðaðu það sem hefur komið frá Brussel, td reglugerðina sem olli bankahruninu og gerði bankanum kleift að hegða sér eins og þeir gerðu, þ.a.s. að flakka á milli landa og spila þannig á kerfið.

2 Þú svaraðie ekki spurningunni, ""Hingað til hafa Samfylkingarmennirnir, sem hvað harðast hafa agiterað fyrir aðild að ESB, tekið undir þetta en nú er sem sé komið annað hljóð í strokkinn."", þú ert einn af þeim sem hafa sagt þetta og því á þetta við þig.

3.Nei, undanfarið hefurðu haldið því fram að þú kjósir ekki samfylkinguna enda er það farið að hljóma illa vegna þess hversu illa þeim hefur tekist upp, en það breytir ekki þeirri staðreynd að þú ert að verja samfylkinguna með oddi og egg sem og þeirri einföldu staðreynd að þú fylgir stefnuskrá samfylkingarinnar betur en nokkur samfylkingamaður.

4.

http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.9.2011 kl. 09:24  kom með þetta og tak þetta frá honum, er þetta "frábær" stjórn þarna í höfuðstað ESB?

Brynjar Þór Guðmundsson, 4.9.2011 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 459318

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 210
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband