Lítill munur á stefnu fylkinganna

Það ber flestum saman um að lítill munur sé á stefnu þessara tveggja "andstæða" fylkinga, "hægri" og vinstri". Það á jafnt við í fjármálum sem utanríkismálum.

Sem dæmi um það síðarnefnda þá eru Jafnaðarmenn og SF (sósíalíski flokkurinn) sammála núverandi "aktívistísku" stefnu stjórnvalda, þ.e. þá stefnu sem Danir hafa stutt síðan frá innrásinni í Írak.

Hún felst í því að ekki þurfi samþykkis Sameinuðu þjóðanna til að ráðast inn í annað land (Írak, Lýbía). Nægilegt sé að hætta sé á þjóðarmorði, stríðsglæpum, þjóðernishreinunum eða brotum gegn mannkyni.

Eins og flestum er kunnugt þá er þetta mjög teygjanleg rök fyrir íhlutun í innanríkismál fullvalda ríkja - og í raun auðveldlega hægt að brjóta á rétti þjóða til að ráða eigin málum, ef menn vilja svo við hafa. Yfirskinið eitt nægir.

Enda er einn flokkur sem mótmælir þessu harðlega, Einingarflokkurinn. Hann kallar þetta sömu hernaðarhyggjuna og Anders Fogh Rasmussen kom á í Danmörku og hefur verið fylgt síðan (og kölluð árásarstefna áður (offensív), en nú virk stefna!).

Stefna Einingarflokksins virðist njóta mikils stuðnings í Danmörku, en flokknum er spáð mjög auknu fylgi í kosningunum 15. september, yfir 6%.

Vel má minna á að í aðdraganda Íraksstríðsins mættu um 100.000 manns í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn til að andmæla fyrirhugaðri innrás í Írak. Á það var auðvitað ekki hlustað, því lýðræði heima fyrir er minna virði en "lýðræði" í öðrum heimsálfum.

Systurflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna í Danmörku virðast vera búin að gleyma þessu andófi gegn öllu stríðsbrölti -  og reyndar systkini þeirra hér á landi flest hver einnig.


mbl.is Vinstrimenn með meira fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 23
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 378
  • Frá upphafi: 459302

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband