Þjóðaratkvæði strax!

Í ljósi gjörbreyttra aðstæðna á ESB-svæðinu og almennrar andstöðu við inngöngu Íslands í sambandið er kominn tími til að breyta alveg um kúrs í samningarviðræðunum við ESB og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu strax núna í haust. Það var kosningaloforð Vinstri grænna, sem svo neyddust til að falla frá því vegna þess að Samfylkingin setti það skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi.

Nú er staðan á þinginu gjörbreytt. Forysta Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafa tekið eindregna afstöðu gegn viðræðunum - og afstæða VG er þekkt fyrir.

Þá er allt í uppnámi í ESB-löndunum, evran mjög veik og nokkur aðildarlönd á barmi gjaldþrots. Auk þess eru uppi kröfur um enn meiri miðstýringu innan sambandsins, sem hlýtur að kveikja viðvörunarljós hjá litlu löndunum svo sem okkur.

Þá sýna skoðanakannanir að meirihluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu Íslands í ESB.

Nýjasta útspil Evrópusambandsins um aðlögun íslensks landbúnaðar að reglum ESB áður en samningarviðræðum verði haldið áfram gerir það svo að verkum að nauðsynlegt er að kjósa um málið. Staðan er einfaldlega gjörbreytt frá því í byrjun árs 2009 - og hljóta stjórnvöld að taka mark á því.


mbl.is Samninginn í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Almennrar andstöðu ? ? ?

hilmar jónsson, 6.9.2011 kl. 11:48

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já almennrar andstöðu!!!!!!

Sigurður Haraldsson, 6.9.2011 kl. 12:04

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Almennrar andstöðu og vaxandi.

Mikið ósköp væri nú gott ef vonbiðlar styrkjasendinganna sættust á - eða í það minnsta reyndu að skilja þetta.

Þeim fjölgar sem vilja hætta við umsóknina og hinum fækkar að sama skapi eins og gefur að skilja.

Þetta hefur ítrekað komið fram í skoðanakönnunum og það eru engir galdrar að lesa niðurstöður skoðanakannana.

Árni Gunnarsson, 6.9.2011 kl. 12:12

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Vissulega Árni. En það stappar stundum göldrum næst hvernig staðið er að skoðanakönnunum og hve útkoman getur verið ólík eftir því hver biður um hana og kaupir.

hilmar jónsson, 6.9.2011 kl. 12:22

5 identicon

Það er nú ótrúlegra en nokkurt skoðanakannana-föndur hvernig aðildarsinnar hafa logið trekk í trekk um að það sé ekkert aðlögunarferli í gangi.

Sérstaklega hjá þessu lygasvíni:

http://eyjan.is/2011/05/21/ossur-oroinn-i-vinstri-graenum-hefur-valdid-vonbrigdum-engin-adlogun-ad-esb/

palli (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 12:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já staðreyndirnar blasa við en ESB sinnar einfaldlega neita að horfast í augu við sannleikann, hann mun verða þeim beiskur, því fyrr því betra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2011 kl. 15:58

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fyrsta lagi er engin aðlögun í gangi.

Í öðru lagi er evran ekki veik. Ég veit ekki hvar þú hefur verið en evran er 162kr en var um 150kr árið 2010. Hún hefur styrkst frekar en annað.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2011 kl. 16:02

8 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta skiptir svo sem engu máli. Þjóðin mun alltaf kolfella þennan samning. Þó ekki væri nema af þeirri einni ástæðu að gefa Samfylkingunni og þar með Jóhönnu og Össuri, löngutöng. Og svara þannig fyrir sig vegna "skjaldborgar" heimilanna. Þessri HELferðarstjórn verður hefnt herfilega, og þetta verður fyrsta og besta tækifærið fyrir alla "venjulega" íslendinga til að púa hana niður. Það ætla ég allavegana að gera, burtséð frá þessum ESB samningi.

Dexter Morgan, 6.9.2011 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 460036

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband