Afturbatapíkan Ólafur og íslenskir lestir!

Það er auðvitað gleðilegt að heyra að Ólafur Ragnar Grímsson hafi loksins séð að sér og hætt að styðja útrásar- og óráðsíuvíkingana, en nokkuð hljómar þetta holt úr hans munni. Það er auðvelt að vera vitur eftir á.

Svo virðist reyndar sem Íslendingar hafi alltaf hafi tilhneigingu til að berast á og lifa um efni fram. Í Íslandslýsingu frá 17. öld segir frá löstum þjóðarinnar. Einn þeirra er óhóf og eyðslusemi í veislum. Til eru dæmi um að sumir landsmenn hafi tekið á móti gestum af þvílíkri ofrausn að þeir urðu fátækir eftir, jafnvel sultu. Nefnt er dæmi um bræður tvo sem héldu svo veglega veislu eftir föður sinn, að 1000 manns var boðið og staðið í hálfan mánuð. Hafi þeir helstu verið leystir út með gjöfum að lokum.

Svipuð eyðslusemi einkenndi útrásarvíkingana okkar eins og kaup þeirra á einkaþotum sýna - og Alister Darling skrifar hæðnislega um í nýútkominni bók sinni - sem og veisluhöld þar sem stórstjörnur eins og Elton John og fleiri voru fengnir til að skemmta.

Vonandi er þetta ekki það sem stendur eftir í ímyndarsköpun þjóðarinnar í hugum útlendinga - og vonandi er þetta ekki þjóðareinkenni okkar.

 


mbl.is Forsetinn: Bóluhagkerfið að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband