Gott ef satt er!

Enn er verið að fiska í gruggugu vatnið, eða gera úlfalda úr mýflugu!

Ljóst er að stjórnarandstaðn hefur ekki hugmynd um hver er mergurinn málsins og beinir því gagnrýninni út um víðan völl.

Nú er það meintur vilji ráðherra til þess að geyma ekki öll eggin í einni körfu sem er gagnrýndur.

Ef það er rétt og satt þá hlýtur það að vera honum til hróss, amk fyrir stuðningsmenn álvers í Helguvík, því ef farið hefði verið eftir þeim "meinta" vilja hans, þá væri  pattstaðan á milli HS Orku og Norðuráls ekki fyrir hendi.

Eins og staðan er núna þá heldur Norðurál málinu í þófi til að koma niður orkuverðinu - og á meðan verður ekkert úr framkvæmdum.

Íhaldið á Suðurnesjum vill auðvitað álver sama hversu óhagkvæmir samningarnir eru - og haft það sem skrautfjöður í atvinnuuppbyggingarhatti sínum.

Ég vil minna á að Suðurnesin eru það svæði sem minnst þarf á "ATVINNUUPPBYGGINGU" að halda því þar er minnst atvinnuleysi á landinu.

Þau þurfa hins vegar að losna við ráðamenn sína þarna suðurfrá því óráðsía þeirra hefur keyrt sveitarfélögin þar í þrot.


mbl.is Þarf að skoða þátt ráðherrans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvað er mikið atvinnuleysi á suðurnesjunum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2011 kl. 15:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef byggja skal eitt álver fyrir hvern þéttbýlisstað sem kveinar vegna atvinnuleysis þá er líklega orðið of seint að endurskoða fræðslulöggjöfina.

Ég leyfi mér að vera svo bjartsýnn að mannkynið  verði ekki búið að drekkja sér í eigin mengun fyrr en eftir svona 4 - 5 kynslóðir.

Ef lausn á atvinnuleysi hverrar kynslóðar skal vera álver þá verður þetta auðlindaríka land orðið uppiskroppa með vatnsorku til álvera löngu áður.

Svo er eins og álverabrjálæðingana varði ekkert um það hvort virkjanleg orka sé í sjónmáli, sé nærr eða hvort leiða þurfi hana yfir hálft landið. Þeir tala bara eins og alkahólisti sem heimtar brennivín.

Nú er búið að breyta kaflanum í Nýja testamentinu þar sem segir frá því þegar Jesú mettaði mannfjöldann. Hann notaði ekki brauð og fiska.

Hann byggði álver og nú gátu allir fengið vinnu og keyps ér brauð og fisk eins og þeir torguðu. 

Árni Gunnarsson, 8.9.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: corvus corax

Vonandi hefur fjármálaráðherrasvikahrappnum tekist að koma óvart í veg fyrir byggingu álvers í Helguvík. Vonandi endurtekur hann svo ruglið til að koma í veg fyrir byggingu álvers á Héðinshöfða.

corvus corax, 8.9.2011 kl. 15:50

4 identicon

Hvað með lög og reglur? Hvað með samninga? Er hugsjón ykkar "góða fólksins" e.t.v. hafin yfir lög og reglur almúgans í landinu? Eru lög og reglur eitthvað sem nota ber aðeins þegar hentar og þá aðeins þegar slíkt er í takt við sýn "góða fólksins"? Er eitthvað réttlæti til ef við lútum ekki öll sem eitt sömu lögum? Er umræðan og sýn ykkar "góða fólks" á jöfnuðinn e.t.v. einungis uppmáluð hræsni? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sumir neita að hlíta þeim lögum sem við hin þurfum að hlíða og virða.

Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband