Grikkland fyrst?

Hótanir Evrópusambandslandanna, sérstaklega Þýskalands, í garð Grikkja leiðir hugann að þeim tíma þegar mörg lönd í Evrópu voru nýlendur stjórþjóðanna. Sjálfstæðisbarátta Grikkja um miðja 19. öld getur endurtekið sig í náinni framtíð ef svo heldur sem horfir.

Kröfur Evrópusambandsins á hendur Grikkja lýkist mjög framferði stórþjóðanna á nýlendutímanum. Kröfur eru gerðar til þess að þeir setji fjöreggin sín, svo sem olíu- og gasfyrirtæki, dragi úr styrk verkalýðsfélaganna, svo að erlend stórfyrirtæki fái að leika lausum hala um efnahag landsins, og að velferðarkerfið verði dregið stórlega sama.

Þjóðverjar leggja nú til að fáni Grikka við höfuðstöðvar ESB í Brussel verði hafður í hálfa stöng þar til þeir nái að standa við skuldbindingar sínar (næst verður líklega stungið upp á því að Grikkir fái ekki að hafa þjóðfána) og jafnvel lagt til að herinn geri byltingu til að takmark völd verkalýðsfélaganna.

Svar hægri aflanna meðal stórþjóðanna við kreppu heima fyrir er alltaf það sama. Að sækja auð á hendur smáþjóða sem standa höllum fæti.

Við Íslendingar ættum að hafa þetta í huga nú á þessum síðustu og verstu tímum.

 


mbl.is Hrun evru yki líkur á stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega ótrúlegt bull. Því miður hefur sú góða menningarþjóð Grikkir ekkert staðið sig vel í fjármálum. Skattaskil eru með versta móti, ýmis konar spilling látin viðgangast. Gríðarlega stór opinber geiri og fólk kemst á eftirlaun um 55 ára aldur.

Þetta hefur verið svona í áratugi og við bætist spillt stjórnmálakerfi sem byggjast á að borga greiða með glannalegum opinberum framkvæmdum.

Gríska velferðarkerfið stendur ekki undir sjálfu sér og þeir þurfa að taka til í eigin garði. Þetta er klárlega áskorun til okkar Íslendinga þar sem skattatekjur duga ekki fyrir grunnútgjöldum (40-50miljarða halli á 2012) og síðan er tekið lán fyrir þessu og vöxtum erlendra lána sem verða væntanlega um 90 miljarðar í viðbót.

Augljóslega vilja skattborgarar í Þýskalandi, Finnlandi, já eða á Íslandi borga í þetta bix.

Grikkland er sjálfstæð þjóð, léleg stjórn og landlægt ábyrgðarleysi verður þar ekki verðlaunað og þetta er í raun þörf ámynning fyrir okkur.

Gunnr (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 13:51

2 identicon

Það fylgir því ábyrgð að vera sjálfstæð þjóð. Þjóðin kýs stjórnmálamenn sem síðan mynda ríkisstjórn.

Velferðarkerfi Grikkja, Íslendinga eða annara er fjármagnað af skattborgurum þessara landa.

Íslendingar eru með eitt besta velferðarkerfi heims og eiga engan rétt á því að skattborgarar annara landa borgi í þetta frekar en Grikkir. Léleg skattheimta, lélegur ríkisrekstur er í umboði grískra kjósenda. Gagnagerð, beinstyrkir til bænda og annað er í boði íslenskra skattborgara.

Það ríki sem hefur keyrt harðast og lent verst í kreppunni eru Lettar þeir keyrðu niður ríkisútgjöldin um 25% og bitu á jaxlinn og eru að komast út úr kreppunni.

Það þýðir ekkert að vælast yfir þessum sannleika. Íslenskir skattborgarar geta síðan ákveðið að þjóðnýta íbúarskuldir eða annað en það bitnar á þeim sjálfum.

Þeir sem hæst gala um sjálfstæði virðast þeir sem grenja hæst yfir því að sjálfstæði fylgir ábyrgð.

Gunnr (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 459313

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 215
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband